Atvinnu- og menningarmálanefnd - 105. fundur - 5. janúar 2011


Mættir: Ingólfur Þorleifsson, formaður, Benedikt Bjarnason, Sigurður Hreinsson og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt ritaði fundargerð.



 



Dagskrá fundarins:



 



1. Stefnumótun í atvinnumálum. 2010-08-0057



Shiran Þórisson, fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, mætti á fundinn og gerir grein fyrir stöðu mála. Ákveðið að halda vinnufund nefndarmanna, starfsmanns nefndarinnar og fulltrúa Atvinnuþróunarfélagsins miðvikudaginn 12. janúar nk.



 



2. Framkvæmdir á tjaldsvæðum Ísafjarðarbæjar. 2011-01-0012



Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa.



 



3. Skoðanakönnun meðal atvinnurekenda.  2011-01-0013



Nefndin felur starfsmanni sínum að vinna áfram að málinu í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.



 



4. Önnur mál



 



·         Lagning Hvalárlínu.



Málið rætt.



 



·         Reglur um farandsölur.



     Benedikt Bjarnason leggur fram eftirfarandi tillögu:  ?105. fundur atvinnumálanefndar      Ísafjarðarbæjar, haldinn      í      fundarsal      bæjarstjórnar      í      Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 5. janúar, leggur til að



bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar setji sér reglur um farandsölu í bæjarfélaginu.?



       Tillagan felld með meirihluta atkvæða.



      



Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17.55.



 



Ingólfur Þorleifsson, formaður.



Sigurður Hreinsson.                                                                           



Benedikt Bjarnason.



 Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?