Atvinnu- og menningarmálanefnd - 103. fundur - 29. september 2010


Mættir: Ingólfur Þorleifsson, formaður, Benedikt Bjarnason og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem jafnframt ritaði fundargerð. Sigurður Hreinsson var fjarverandi og mætti Jón Sigmundsson í hans stað.



 



Dagskrá fundarins:



 



1. Myndun klasa byggingarfyrirtækja í Ísafjarðarbæ.



Til fundarins eru mættir Magnús Jónsson f.h. Spýtunnar, Hermann Þorsteinsson f.h. Vestfirskra verktaka, Magnús Helgason f.h. Geirnaglans og Shiran Þórisson frá Vaxtarsamningi Vestfjarða.



Shiran Þórisson gerði grein fyrir starfsemi klasa á Vestfjörðum og víðar. Rætt um möguleika á samstarfi byggingarfyrirtækja, bæjaryfirvalda og fleiri.



Magnús Jónsson, Hermann Þorsteinsson og Magnús Helgason viku af fundi klukkan 16.55.



 



2. Lögð fram drög að samningi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vegna vinnu við stefnumótun í atvinnumálum. 2010-08-0057



Drög kynnt fyrir starfsmanni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.



Shiran Þórisson vék af fundi klukkan 17.07.



 



3. Framkvæmdir á Torfnesrifi í Skutulsfirði. 2009-12-0002



Lagt fram bréf frá undirbúningshópi og teikningar Einars Ólafssonar arkitekts.



Lagt fram til kynningar.



 



4. Önnur mál



 



·         Reglur um farandsölur.



Nefndin felur starfsmanni sínum að kanna reglur sem gilda í þessum málum í öðrum sveitarfélögum og kynna fyrir nefndinni þá vinnu sem áður hefur átt sér stað hjá Ísafjarðarbæ í þessum málum.



 



Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 17.30



 



 



Ingólfur Þorleifsson, formaður



 



 



Jón Sigmundsson                                                      Benedikt Bjarnason



 



 



Hálfdán Bjarki Hálfdánsson,



upplýsingafulltrúi



Er hægt að bæta efnið á síðunni?