Atvinnu- og menningarmálanefnd - 101. fundur - 8. júlí 2010

Mættir voru: Ingólfur Þorleifsson formaður, Sigurður J Hreinsson varaformaður og Benedikt Bjarnason nýkjörnir nefndarmenn í atvinnumálanefnd. Þá sat Halldór Halldórsson bæjarstjóri fundinn og  ritaði fundargerð.


Áður en gengið var til dagskrár bauð formaður nefndarinnar viðstadda velkomna til fyrsta fundar nýkjörinnar nefndar. Hann óskaði eftir góðu samstarfi í nefndinni.


Ákveðið var að ritun fundargerða atvinnumálanefndar verði í höndum starfsmanns nefndarinnar sem situr fundi hverju sinni.



Dagskrá fundarins:



1.  Fundargerð síðasta fundar fráfarandi atvinnumálanefndar kynnt.


Nefndin fór yfir fundargerð nr. 100 sem var rituð á síðasta fundi fráfarandi atvinnumálanefndar. Rætt var um fyrsta lið fundargerðarinnar sem fjallar um beiðni Kagrafells um svæði í Neðstakaupstað undir húsbíla og þá töf sem orðið hefur á málinu.



2. Endurnýjun atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.


Núgildandi atvinnumálastefna er fyrir árin 2005-2010 og var unnin í samstarfi við fyrirtæki og almenning í Ísafjarðarbæ.


Atvinnumálanefnd samþykkir að hefja vinnu við nýja atvinnumálastefnu og felur formanni að ræða skipulag vinnunnar við þá aðila sem gætu unnið fyrir atvinnumálanefnd við nýja atvinnumálastefnu. Þá samþykkir nefndin að leita eftir samstarfi við fyrirtæki og almenning um vinnu við stefnumótun í atvinnumálum til framtíðar.



3. Þjónusta við atvinnumálanefnd.


Undanfarið hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða séð um þjónustu við atvinnumálanefnd, samningur þar að lútandi er runninn úr gildi. Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að sá möguleiki verði skoðaður að fela ákveðnum starfsmanni innan stjórnsýslunnar að sjá um þjónustu við nefndina eins og ritun fundargerða o.fl. Nefndin telur heppilegra að kaupa frekar þjónustu Atvinnuþróunarfélags vegna sérstakra verkefna.



4. Könnun meðal þjónustuaðila vegna staðsetningu tjaldsvæða.


Lögð fram drög að niðurstöðu vefkönnunar um afstöðu þjónustuaðila í Skutulsfirði gagnvart staðsetningu tjaldsvæða við Skutulsfjörð. Könnunin var send út til 32 aðila og svöruðu 15 og er svarhlutfall því 47%. Neil Shiran Þórisson starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða bar ábyrgð á framkvæmd könnunarinnar.


Atvinnumálanefnd ákveður að nota könnunina þó um drög sé að ræða en óskar eftir að Atvinnuþróunarfélagið ljúki sem fyrst við gerð hennar.



5. Beiðni Kagrafells um húsbílasvæði í nágrenni safnasvæðisins í Neðstakaupstað.2009-02-009.


Atvinnumálanefnd telur að könnun á afstöðu ferðaþjóna gagnvart staðsetningu húsbílasvæðis í Neðstakaupstað sé jákvæð fyrir því að vera með húsbílasvæði þar til reynslu.


Stjórn Byggðasafns Vestfjarða hefur gefið jákvæða umsögn um slíkt húsbílasvæði í Neðstakaupstað með þeim fyrirvara að leyfi væri tímabundið.


Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðni Kagrafells um húsbílasvæði í nágrenni við safnasvæðið verði samþykkt. Nefndin telur að semja eigi til skamms tíma í einu vegna þess að svæðið er ekki húsbílasvæði skv. aðal- og deiliskipulagi. Þá leggur nefndin áherslu á að rekstraraðili sjái alfarið um að útbúa svæðið bæði hvað varðar hreinlætis- og salernisaðstöðu sem annað er varðar rekstur á slíku svæði.



6. Samstarfsvettvangur fyrirtækja í Ísafjarðarbæ.


Atvinnumálanefnd ræddi mikilvægi þess að fyrirtæki í Ísafjarðarbæ, m.a. í byggingar- og verktakaiðnaði komi á samstarfsvettvangi í líkingu við samstarfsvettvang sjávarútvegsfyrirtækja í sjávarútvegsklasa Vestfjarða.


Nefndin felur formanni að ræða við forsvarsmenn fyrirtækja og bjóða þeim til fundar við nefndina til að ræða möguleika á stofnun slíks samstarfsvettvangs.



7. Önnur mál.


Formaður ræddi um að setja á fasta fundartíma nefndarinnar. Ákveðið að boða sérstaklega til næsta fundar eftir sumarfrí og ákveða þá fasta fundartíma.





Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20





Ingólfur Þorleifsson, formaður.


Sigurður J Hreinsson.


 Benedikt Bjarnason.


Halldór Halldórsson,  bæjarstjóri, ritaði jafnframt fundargerð



Er hægt að bæta efnið á síðunni?