Almannavarnanefnd – sameinuð - 6. fundur - 20. september 2010
Dagskrá:
1. Staða á búnaði almannavarnarnefndar.
Farið yfir stöðu á búnaði sem almannavarnarnefnd ætti að vera með til taks. Hvað er til og hvað vantar.
Þorbirni J. Sveinssyni, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, er falið að taka saman lista yfir hvaða búnaður ætti að vera til.
2. Skrifstofuæfing.
Ákveðið að halda skrifstofuæfingu í samráði við Almannavarnardeild ríkis- lögreglustjóra. Lagt er til að æfingin verði haldin á tímabilinu 11.-15. október n.k.
3. Aðgerðarmappa almannavarnarnefndar.
Samþykkt að uppfæra aðgerðarmöppu fyrir almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 15:30.
lögreglustjóri á Vestfjörðum.
Anna Guðrún Gylfadóttir,
byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Daníel Jakobsson,
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Þorbjörn Sveinsson,
slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar.
Ómar Már Jónsson,
sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Barði Ingibjartsson,
Súðavík.
Önundur Jónsson,
yfirlögregluþjónn Ísafirði.
Sigurður Mar Óskarsson,
fulltrúi björgunarsveita og Vegagerðar.