Almannavarnanefnd – sameinuð - 25. fundur - 3. júlí 2014

Dagskrá:

1.      Aðstæður á vettvangi á Hnífsdalsvegi

Rætt við starfsmann Vegagerðar í síma vegna aurflóða úr Eyrarhlíð, hver staðan er fyrir ofan Ísafjörð almennt og á Hnífsdalsvegi. Þrjú stór aurflóð hafa fallið í sama farveg og eitt lítið yfir Hnífsdalsveg úr Eyrarhlíð. Fyrsta skriða kl. 10 í morgun og fjórða skriða féll kl. 12.50 úr Eyrarhlíð.

Kl. 13.50 var búið að ryðja Hnífdalsveg. Vegrið farið á stórum kafla. Veðurstofa getur haldið opnum vegi og haft vöktun. Tekur um 3 mín fyrir aurflóð að fara niður með tilheyrandi hávaða. Er því vel sjáanlegt, og ekki mikil hætta fyrir hendi að einhver lendi í miðju flóði ef vaktað.

Ákveðið að opna Hnífsdalsveg eftir mokstur og hafa vöktun frá Vegagerð í dag. Aurskriður vel sjáanlegar með fyrirvara. Taka stöðuna með opnun eða lokun vegar þegar nær dregur kvöldi.

2.      Gleiðarhjalli og vatnsrásir fyrir ofan Ísafjörð

Rætt um að fylgjast með vatnsrásum fyrir ofan Hjallaveg og Urðarveg vegna spár um úrkomu næstu klukkutíma og næstu nótt. Mikill aur í rásum og rásir að fyllast.

Kl. 13.50 komu upplýsingar um að aur væri kominn inn í garð við hús á ofanverðum Urðarvegi, ca. hús nr. 60 við götuna.

Eins og staðan er núna er lítil hreyfing á jarðvegi, fjallinu neðan Gleiðarhjalla. Ákveðið að bíða með frekari aðgerðir, en að fylgst verði vel með hlíðinni. Ef frekari hreyfing á jarðvegi verður gripið til aðgerða.

Ákveðið að menn frá Vegagerð og Ísafjarðarbær kanni vatnsrásir og aðstæður. Lítið til af vinnuvélum á svæðinu til að moka jarðvegi upp úr vatnsrásum til að halda þeim hreinum. Starfsmenn Ísafjarðarbæjar kallaðir út í þessa vinnu.

3.      Veðurspá og fleira

Fulltrúar frá Veðurstofa fara yfir úrkomuspá næstu klukkutíma og daga. Farið yfir hvort og hvar líklegt sé að stærri aurflóð muni falla á næstunni.

Nauðsynlegt að vakta aðstæður í nótt vegna úrkomu síðustu daga og spár. Ákveðið að grípa til aðgerða ef vart verður við hreyfingar, með hliðsjón af því sem hefur gerst í fyrri tíð.

4.      Fjártjónshætta og vatnslagnir

Rætt stuttlega um mögulegt tjón á lögnum vegna stífla og aurs. Kostnaðarsamt fyrir Ísafjarðarbæ. Lagnir fyllast af drullu. Þarf að moka frá svo vatn komist undan.

5.      Tilkynningar til almennings

Ákveðið að á þessum tímapunkti sé ekki rétt að gefa út yfirlýsingu um óvissustig á svæðinu Nauðsynlegt sé þó að gefin verði út viðvörun til almennings og ferðamanna um að vera ekki á ferð að óþörfu þar sem hætta sé á aurskriðum. Skriðuhætta og úrkomuviðvörun.

Lögregla sér um þetta.

6.      Önnur svæði

Ekki talin sérstök hætta á Suðureyri, helst grjóthrun. Nokkuð þurrt í Súðavík og ekki meiri grjóthrunshætta í Súðavíkurhlíð en aðra daga.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 14:20.

 

 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri                                                    

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar

Hlynur H.Snorrason, yfirlögregluþjónn

Bryndís Ósk Jónsdóttir, fulltrúi lögreglustjóra

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri

Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita.         

Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir

Pétur G. Markan Ómar, sveitarstjóri.

                                          

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?