Almannavarnanefnd – sameinuð - 12. fundur - 28. desember 2012
Fundinn sátu: Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Sigurður Mar Óskarsson, fulltrúi björgunarsveita, Hermann Hermannsson, slökkviliðsmaður, Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps var í símasambandi og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur sem einnig ritaði fundargerð
Dagskrá:
1. Snjóflóðahætta í Ísafjarðarbæ og Súðavík
Á fundinn er mættur Magni Hreinn Jónsson frá Veðurstofu Íslands, hann kynnti rýmingar sem átt hafa sér stað. Í Ísafjarðarbæ voru rýmd húsin: Höfði, Engi, Kúluhús, Steiniðjureitur, Funasvæði og Seljaland, þessi svæði voru rýmd 27. desember.
Væntanlegar rýmingar eru: Flugstöð á Ísafirði, Félagsheimilið, Heimabær og Hraun í Hnífsdal, Fremstu hús í Dýrafirði, við Núp verður óskað eftir því að halda sig sem fjærst gilinu. Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Korpudal, Fremri og Neðri Breiðadalur, Sólbakki og Tankur á Flateyri. Gamla byggðin og frystihúsið í Súðavík.
Væntanlegar rýmingar taka gildi kl. 18:00 föstudaginn 28. desember 2012. Snjóflóðaeftirlitsmenn eru að kanna aðstæður þessa stundina.
2. Snjómokstur.
Snjómokstursmenn verða tilbúnir með tæki ef á þarf að halda.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 13:55.
Jóhann Birkir Helgason
Hlynur H. Snorrason
Hermann Hermannsson
Sigurður Mar Óskarsson
Ómar Már Jónsson