Flřtilei­ir
fimmtudagurinn 17. jan˙ará2013 - 15:30 | FrŠ­sla

Marka­ur fyrir sjßlfbŠrt fiskmeti

Á næstu vikum hefjast kynningar á meistaraprófsverkefnum útskriftarnema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Katherine Dolmage ríður á vaðið föstudaginn 18. janúar og kynnir verkefni sitt sem ber titilinn The Market for Sustainable Seafood in Vancouver: An Ocean Wise Assessment. Kynningin hefst klukkan 16.00 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og er opin öllum áhugasömum. Leiðbeinandi verkefnisins er Victoria Macfarlane, doktor í félagslegri sálfræði, og prófdómari er Jamie Alley, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og kennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.

 

Útdráttur verkefnisins:

Sú krísa sem steðjar að útgerðum nú um stundir hefur hlotið mikla umfjöllun í fræðasamfélaginu sem og í almennum fjölmiðlum. Á undanförnum árum hefur fjöldi verkefna verið settur á fót til að stuðla að aukinni sölu á sjávarfangii sem er veitt með sjálfbærum hætti. Ocean Wise verkefnið er dæmi um slíkt en það var þróað af sjálfseignarstofnuninni Vancouver Aquarium í Kanda og er janframt stýrt af henni. Í þessari rannsókn voru skoðaðir þeir þættir sem hvetja, eða letja, veitingamenn til að taka þátt í Ocean Wise verkefninu og velja hráefni sem er aflað með sjálfbærum hætti. Sérstakur hugtakarammi var þróaður til að útlista persónulega, viðskiptalega og efnahagslega þætti sem búist var við að hefðu áhrif á ákvarðanatöku veitingamannanna. Viðtöl við 70 veitingamenn (eigendur og yfirmatreiðslumenn) voru tekin, 34 sem voru þátttakendur í Ocean Wise verkefninu og 36 sem voru ekki þátttakendur, eða höfðu hætt í því. Gögn frá Ocean Wise verkefninu voru greind til að kanna tilhneigingar, auk þess sem matseðlar voru greindir með tilliti til hlutfalls og verðlagningar sjálfbærra rétta sem boðið er upp á.

Ocean Wise verkefnið fer ört vaxandi í Vancouver og um allt Kanada. Rannsókn þessi sýndi fram á að eigendur veitingastaða sem tóku þátt í verkefninu eru líklegri til að aðhyllast „grænt“ gildismat. Þótt almenn viðhorf til umhverfisverndar væru almennt séð ótengd þátttöku í verkefninu mátti greina að ákveðin viðhorf til umhverfisverndar, sem tengjast sérstaklega sjálfbæru sjávarfangi, höfuð áhrif á þátttöku. Veitingamenn sem eru þátttakendur í Ocen Wise verkefninu töldu að þátttaka spilaði stóra rullu í því að skapa þá ímynd sem þeir töldu æskilega fyrir veitingastaðina. Efnahagslegir þættir virtust ekki skipta höfuð máli varðandi þátttöku. Verkefnið var talið mjög áreiðanlegt, bæði af þátttakendum og þeim sem ekki taka þátt í Ocen Wise. Svo virðist sem ákveðið tækifæri sé til staðar á markaðinum fyrir veitingastaði sem bjóða upp á sjálfbært sjávarfang og er rannsókn þessari ætlað að hjálpa Ocean Wise við að nýta sér það tækifæri. Í verkefninu má finna tillögur um það hvernig Ocean Wise getur bætt sig og haldið áfram að vaxa.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn