Flřtilei­ir
fimmtudagurinn 12. oktˇberá2017 - 16:29 | FrŠ­sla

VÝsindaport - FŠdd Ý r÷ngum lÝkama

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á föstudag verður fjallað um málefni sem mörgum kann að þykja viðkvæmt en er engu að síður mikilvægt umfjöllunarefni. Ísfirðingurinn Veiga Grétarsdóttir fæddist í líkama drengs en fann snemma að þar átti hún ekki heima. Hún mun deila reynslu sinni í Vísindaporti og fjalla m.a. um kynleiðréttingarferlið hér á landi, sem hún hóf fyrir u.þ.b. þremur árum.

Í erindi sínu mun Veiga, sem áður hét Grétar Veigar Grétarsson, einnig fjalla um þunglyndið, fordómana og vanlíðanina sem fylgir því að geta ekki verið maður sjálfur og þá ánægju sem fylgdi því þegar hún gat loks verið hún sjálf. Einnig mun hún segja frá muninum á því að vera kona í stað karls í samfélagi.

Veiga Grétarsdóttir er fædd á Ísfirði og ólst þar upp sem strákur. Hún flutti búferlum frá Ísafirði rétt eftir tvítugt en er nú flutt aftur heim eftir tuttugu ára fjarveru og starfar við Grunnskólann á Ísafirði. Í millitíðinni hefur hún búið á Akureyri, í Reykjavík, Noregi og nú síðast á Reyðafirði. Veiga er menntaður rennismiður og hefur unnið sem slíkur megnið af starfsævinni eða í um tvo áratugi. Einnig hefur hún starfað við smíðar og bílaviðgerðir ásamt því að vera menntuð sem förðunarfræðingur.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá 12.10-13.00 og er opið öllum áhugasömum. Erindi vikunnar fer fram á íslensku.

fimmtudagurinn 12. oktˇberá2017 - 15:11 | Umhverfis- og eignasvi­

Vatnsleysi Ý Holtahverfi

Á morgun, föstudaginn 13. október, mun kalda vatnið vera tekið af Holtahverfi frá 09:00 - 12:00 vegna viðgerða.

Afsökum óþægindin.

mi­vikudagurinn 11. oktˇberá2017 - 08:15 | Stjˇrnsřslusvi­

405. fundur bŠjarstjˇrnar

405. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 12. október 2017 og hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

1.  

Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

 

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að útboð vegna sorphirðu og -förgunar fari fram á grunni þeirra útboðsgagna sem kynnt hafa verið bæjarfulltrúum.

 

   

2.  

Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

 

Tillaga frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 27. september sl., að umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu, einnig tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15.ágúst 2017.
Bæjarráð tók málið fyrir á 989. fundi sínum, 2. október sl., og vísaði áfram til bæjarstjórnar.

 

   

3.  

Umsókn um að nýta tún í Engidal - 2012070001

 

Tillaga frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 27. september sl., um að Kristján Ólafsson fái tún í Engidal til afnota næstu fimm árin.

 

   

4.  

Tölvumál Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017020127

 

Tillaga frá 989. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. október sl., um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun, vegna tölvuráðgjafar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

5.  

Bæjarráð - 988 - 1709021F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 988. fundar bæjarráðs sem haldin var 25. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

6.  

Bæjarráð - 989 - 1709025F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 989. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. október sl. Fundargerðin er í 18. liðum.

 

   

7.  

Bæjarráð - 990 - 1710006F

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 990. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. október sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

8.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 152 - 1709023F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 152. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðums em haldinn var 28. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.

 

   

9.  

Fræðslunefnd - 383 - 1710001F

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 383. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 5. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 484 - 1709020F

 

Lögð er fram fundargerð 484. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. september sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

11.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54 - 1709014F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 54. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. september sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

12.  

Öldungaráð - 7 - 1710003F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar öldungaráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 4. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 10. október 2017

  

Gísli Halldór Halldórsson,

 bæjarstjóri.

mßnudagurinn 9. oktˇberá2017 - 09:18 | Menningarmßl

Jazz trݡ Ý Edinborg

Jazz tríó sem er samstarfsverkefni þriggja tónlistarmanna frá Íslandi og Færeyjum. Markmið samstarfsins er að efla samstarf og samgang á milli íslenskra og færeyskra tónlistarmanna með tónleikahaldi í báðum löndunum. Tríóið spilar nýja spennandi tónlist eftir Inga Bjarna og Bárð. Þeir hittust fyrst í Þrándheimi fyrir nokkrum árum á Young Nordic Jazz Comets. Upp kom sú hugmynd um að gera eitthvað saman. Þeir hafa fengið til liðs við sig trommarann góðkunna Magnús Trygvason Eliassen. Tónlistin er undir áhrifum frá Norrænum þjóðlögum og jazzi með miklu spunaívafi. 


12. okótber kl 20:00 
miðaverð 2.500

■ri­judagurinn 3. oktˇberá2017 - 13:02 | Umhverfis- og eignasvi­

Fylltu tvo poka ß stuttri lei­

Guli hópur af 5 ára leikskóladeildinni Tanga kom færandi hendi til Ralf Trylla umhverfisfulltrúa í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að ræða við Ralf um sorpflokkun og þótti krökkunum tilvalið að nýta ferðina og týna upp það rusl sem þau myndu finna á leiðinni. Líklega hefur börnin ekki grunað að þau myndu fylla tvo poka á þessari 250 metra leið frá Austurvegi að Hafnarstræti, en sú var raunin.

Við hin sem hér búum mættum læra ýmislegt af börnunum á Tanga og venja okkur á að týna upp það rusl sem við sjáum, eða í það allra minnsta ekki henda rusli á göturnar.

mßnudagurinn 2. oktˇberá2017 - 08:12 | Menningarmßl

Minningartˇnleikar Ý H÷mrum

Hinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða haldnir í Hömrum laugardaginn 7.október kl. 16:00.

Flytjendur á tónleikunum er Tríó Sírajón, en það er skipað þeim Önnu Áslaugu píanóleikara, dóttur Sigríðar og Ragnars, Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara og Einari Jóhannessyni klarinettleikara en þau eru bæði náskyld Sigríði Jónsdóttur. Öll eru þau í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna. Efnisskrá tónleikanna er sérlega áhugaverð, frönsk og rússnesk tónlist sem einkennist af ástríðum og fágun en ekki síst kátínu. 

Tónleikarnir eru haldnir í minningu hjónanna Sigríðar Jónsdóttur (1922-1993) og Ragnars H. Ragnar (1898-1987) en þau voru sannkallaðir brautryðjendur á sviði ísfirsks tónlistarlífs og þjóðþekkt fyrir störf sín í þágu vestfirskra mennta og menningar. Ragnar H. stýrði Tónlistarskóla Ísafjarðar í 36 ár meðfram því að stjórna kórum bæjarins, gegna organistastarfi, annast tónleikahald auk fjölda annarra verkefna á sviði menningarlífs bæjarins. Sigríður kona hans var geysivinsæll kennari við bæði Grunnskólann og Tónlistarskólann um margra áratuga skeið og var hún ekki síður en maður hennar virkur þátttakandi í menningar- og félagslífi bæjarbúa.

Minningartónleikar um Sigríði og Ragnar hafa verið nánast árviss viðburður í tónlistarlífi bæjarins frá árinu 1988 og er jafnan sérstaklega vandað til þeirra. Það eru Tónlistarfélag Ísafjarðar og Tónlistarskóli Ísafjarðar sem standa að tónleikunum, en auk þess styrkja ýmsir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tónleikana.

Miðasala er við innganginn, en aðgangseyrir er kr. 2.500, og 1.500 fyrir lífeyrisþega. Vonandi nýta sem flestir sér þetta einstaka tækifæri til að hlýða á þrjá af okkar færustu tónlistarmönnum um leið og þeir heiðra þessi merku hjón.

fimmtudagurinn 28. septemberá2017 - 08:21 | Menningarmßl

VandrŠ­askßld Ý Edinborgarh˙sinu

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason halda í tónleikaför og munu á leið sinni koma fram á Ísafirði, en þau hafa ekki gerst svo fræg fyrr.

Á tónleikunum sem bera yfirskriftina „Vandræðaskáld vega fólk“ gera Vandræðaskáldin einmitt það, halda út á veginn og vega fólk og meta, en vega það þó ekki nema nauðsyn beri til. Vopnuð sínum kolsvarta húmor og hárbeittri þjóðfélagsádeilu ætla þau að fjalla um lífið, ástina og dauðann á sinn einstaka hátt. Á ferðalaginu er ekkert heilagt og Vandræðaskáldin hika ekki við að segja óborganlegar og óviðeigandi sögur, grípa til hyldjúprar heimspeki og að vitna í bílaleiguna Hertz.

Edinborgarhús, 30. september klukkan 21. Miðaverð 2.500 kr. Miðasala á tix.is og við dyrnar.

mi­vikudagurinn 27. septemberá2017 - 11:20 | FrŠ­sla

VÝsindaport - Sta­amßla hjß starfshˇpi um mˇtt÷ku skemmtifer­askipa

Síðastliðið vor stóð Háskólasetur Vestfjarða fyrir ráðstefnu um móttöku skemmtiferðaskipa í samstarfi við fleiri aðila. Þótti ráðstefnan takast vel og nú, hálfu ári síðar, er fróðlegt að vita hvernig stefnumótun Ísafjarðarbæjar í málaflokknum miðar áfram og hvort efniviður ráðstefnunnar hafi nýst í þeirri vinnu. Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir kemur í Vísindaport vikunnar til að fara yfir stöðu mála en Sigríður er formaður starfshóps bæjarins um komur skemmtiferðaskipa.

Um tuttugu ár eru liðin síðan Ísafjarðarbær markaði sér fyrst stefnu varðandi móttöku skemmtiferðaskipa á Ísafirði. Markmiðið þá var að Ísafjarðarhöfn yrði þriðja stærsta viðkomuhöfn slíkra skipa á Íslandi. Það markmið náðist fyrir allmörgum árum og síðastliðinn vetur var starfshópur settur á laggirnar á vegum bæjarins til að móta að nýju stefnu í málaflokknum. Bærinn tók einnig virkan þátt í ráðstefnunni „Skemmtiferðaskip á réttri leið?“ sem fram fór á Ísafirði í byrjun apríl en ráðstefnan var samstarfsverkefni Háskólaseturs Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Ferðamálasamtaka Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða, Ísafjarðarbæjar, Vesturferða og fleiri aðila. Á ráðstefnunni kenndi margra grasa og var tilgangur hennar m.a. sá að nýtast við frekari stefnumótun sveitarfélaga í þessum vaxandi hluta ferðaþjónustu á Íslandi.

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir starfar sem verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Hún hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu, hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Ísafjarðarbæ og gegnir nú formennsku í starfshópi bæjarins sem ætlað er að móta tillögur um hvernig best verður staðið að móttöku skemmtiferðaskipa í sveitarfélaginu til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi.

Vísindaport er opið öllum áhugasömum en það stendur frá 12.10-13.00 í kaffistofu Háskólaseturs. Fyrirlestur Sigríðar verður fluttur á íslensku.

mßnudagurinn 25. septemberá2017 - 09:38 | Umhverfis- og eignasvi­

Sandasker Ý Dřrafir­i - FrÝstundabygg­

Ísafjarðarbær kynnir lýsingu á nýju deiliskipulagi við Sandasker, Dýrafirði, - frístundabyggð á svæði F25 samkvæmt Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Skipulagslýsingin er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 1. mrg. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillögur verða auglýstar síðar og þá verður gefinn sex vikna frestur til athugasemda.

 

Nánar á deiliskipulagssíðu Ísafjarðarbæjar.

mßnudagurinn 25. septemberá2017 - 09:22 | Menningarmßl

Finnsk- Ýslenskt dans-, tˇnlistar- og leiklistarverk

Finnsk-íslenska dans-, tónlistar- og leiklistarverkið Undir yfirborði verður sýnt í tvígang í Edinborgarsal á Ísafirði dagana 27. og 28. september klukkan 20. Miðaverð er 2.500 krónur og 2.000 fyrir eldri borgara og nema.

 

Verkið gerir hið ósýnilega sýnilegt og segir margar ósagðar sögur sem segja sitt um norræn sérkenni. Undir yfirborði byggir á sögu Guðrúnar Jónsdóttur. Sagan er af konunni sem birtist sem draugur í vondu veðri.

 

Vinnuhópur og listamenn:

 

Marjo Lahti, handrit og leikkona

Johanna Eränkö, tónskáld og fiðluleikari

Henna-Riikka Nurmi, danshöfundur og dansari

Auk þess koma fram gestalistamenn frá Norður löndunum í hverri sýningu.

Fyrri sÝ­a
1
234567979899NŠsta sÝ­a
SÝ­a 1 af 99
Vi­bur­adagatal
« Oktˇber »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjˇn