Sjóđur Kristínar Björnsdóttur

Sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna. Sjóðurinn var stofnaður 1997. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins fyrst og fremst að aðstoða fötluð börn og ungmenni s.s. til menntunar og sérmenntunar í samræmi við hæfni þeirra og möguleika, þannig að þau fái sem líkasta uppvaxtarmöguleika og heilbrigð börn.

 

Stjórn sjóðsins skipa Haukur Þórðarson, Vilmundur Gíslason og Þórir Þorvarðarson.

 

Úthlutað er úr sjóðnum árlega (venjulega í maí) og er auglýst í dagblöðunum eftir umsóknum. Hægt er að sækja um hvenær sem er en umsóknir bíða þá næstu úthlutunar. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SLF, í síma 535 0900

Umsókn um styrki úr sjóðnum, í samræmi við ofnagreind markmið, ásamt upplýsingum um umsækjendur sendist:

 

Stjórn Sjóðs Kristínar Björnsdóttur,

fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Háaleitisbraut 11- 13
105 Reykjavík.

Vefumsjón