Umhverfisnefnd
223. fundur
223. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn
miðvikudaginn 7. desember 2005 og hófst kl. 08:00. Fundarstaður:
Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena
Sigurðardóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann B. Helgason,
bæjartæknifræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingafulltrúi, sem ritaði
fundargerð. Björgmundur Örn Guðmundsson og Jón S. Hjartarson voru fjarverandi
og enginn mætti í þeirra stað.
Dagskrá:
1. Sundstræti 45, Ísafirði, fyrirspurn um hækkun húss. (2005-10-0058).
Tekið fyrir að nýju bréf, dags. 8. nóvember 2005, frá Tækniþjónustu Vestfjarða, þar sem spurst er fyrir um hvort heimilt verði að byggja ofan á húsið að Sundstræti 45, Ísafirði, þannig að það verði allt að 6 hæðum. Afgreiðslu á erindinu var frestað á 222. fundi umhverfisnefndar.
Umhverfisnefn getur fallist á að húsið verið allt að 5 hæðir enda verði öryggiskröfum vegna brunavarna í byggingunni fullnægt. Við hönnun hússins verði tekið tillit til þess að núverandi búnaður slökkviliðsins er illa í stakk búinn til að kljást við þetta háa byggingu.
2. Umsókn um lóð að Eikarlundi 7, Ísafirði. (2005-11-0080).
Lögð fram umsókn, móttekin 22. nóvember 2005 frá Hauki D. Jónassyni, þar sem hann sækir um lóð nr. 7 við Eikarlund, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hauki verði gefinn kostur á lóðinni með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðarúthlutunin fellur úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutun.
3. Umsókn um lóð að Eikarlundi 5, Ísafirði.
(2005-11-0080).
Lögð fram umsókn, dags. 1. desember 2005, frá Sigrúnu Örnu Elvarsdóttur, þar sem hún sækir um lóð nr. 5 við Eikarlund, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Sugrúnu verði gefinn kostur á lóðinni með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðarúthlutunin fellur úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá úthlutun.
4. Upplýsingaskilti á Suðureyri. (2005-12-0008).
Lagt fram erindi (tölvupóstur) frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, dags. 4. nóvember 2005, þar sem hann gerir grein fyrir verkefninu "Sjávarþorpið Suðureyri" en sem liður í því er uppsetning á upplýsingaskiltum um Suðureyri. Annaðhvort er um að ræða skilti víða um þorpið eða öll sett niður á einn stað.
Umhverfisnefnd getur fallist á að uppsetningu skiltanna á einum stað, t.d. á svæði milli Sætúns og þjóðvegar á Suðureyri. Nánari útfærsl verði í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar og Vegagerðina.
5. Deiliskipulag grunnskólasvæðis á Ísafirði. (2005-06-0019)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir grunnskólasvæði á Ísafirði. Svæðið takmarkast að núverandi skólalóð og lóðunum að Aðalstræti 36, Silfurgötu 5 og Brunngötu 20.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst og málsmeðferð verði skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
6. Leirufjörður. (2004-08-0049)
Á fundi bæjarráðs 7. nóvember sl. var lagt fram meðfylgjandi
bréf Lögmanna Höfðabakka, Reykjavík, dagsett 28. október s.l., er varðar
framkvæmdir vegna landbrots jökulárinnar í Leirufirði og meðferð ágreinings um
ýturuðning/vegslóða um Öldugilsheiði í Leirufjörð.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.
Ísafjarðarbær bað með bréfi til sýslumannsins á Ísafirði, dags. 19. ágúst
2005, um opinbera rannsóknb á vegagerð Sólbergs Jónssonar, Bolungarvík, um
Öldugilsheiði, samnefnt gil og niður í Leirufjörð. Niðurstöður þessarar
rannsóknar hafa verið sendar ríkissaksóknara til meðferðar.
Umhverfisnefnd telur rétt að fjalla ekki um, né afgreiða erindi Sólbergs Jónssonar, um framtíð þessa vegar, meðan málið er í þessum farvegi.
7. Deiliskipulag fyrir botni Tungudals í Skutulsfirði.
Afgreiðslu á tillögu umhvefisnefndar frá 222. fundi var frestað á
fundi bæjarstjórnar 1. desember s.l.
Í samþykktu deiliskipulagi dags. 2. ágúst 2004, vegna virkjunar Tunguár er gert ráð
fyrir göngustíg ofan á aðrennslispípu Tunguárvirkjunar. Ekki er eining innan
umhverfisnefndar hvort þessi stígur skuli vera til framtíðar eða tekinn út af
deiliskipulagi. Meirihluti nefndarinnar, Magdalena Sigurðardóttir og Sæmundur Kr.
Þorvaldsson, vilja stíginn út en formaður nefndarinnar vill halda honum inni.
Niðurstaða umhverfisnefndar er því að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, án göngustígs á aðrennslispípunni, verði auglýst.
8. Deiliskipulag bensínstöðvar við Hafnarstræti, Ísafirði.
Auglýsingaferli vegna breytinga á deiliskipulagi lóðar bensínstöðvar við Hafnarstræti á Ísafirði er lokið. Engin athugasemd var gerð við breytinguna á deiliskipulaginu og telst hún því samþykkt.
Lagt fram til kynningar.
9. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra janúar til október 2005.
Lögð fram skýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestinga janúar til október 2005.
10. Önnur mál.
Lagt fram bréf, dags. 28. nóvember 2005, frá stöðvarstjóra Funa Víði Ólafssyni, þar sem hann gerir grein fyrir stöðu ýmissa máli í Funa. Jafnframt þakkar Víðir umhverfisnefnd samstarfið og það traust sem honum hefur verið sýnt undanfarin átta ár. Víðir hefur sagt upp starfi sínu sem stöðvarstjóri Funa frá og með komandi áramótum.
Umhverfisnefnd þakkar Víði vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.Byggingarfulltrúi gerði umhverfisnefnd grein fyrir því að veiting byggingarleyfis vegna bílskúrsbyggingar að Tangagötu 26, Ísafirði, hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:00.
Kristján Kristjánsson, formaður.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Magdalena Sigurðardóttir.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri. Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.
Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.