Umhverfisnefnd

217. fundur

217. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar var haldinn miðvikudaginn 7. september 2005 og hófst kl. 08:00. Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena Sigurðardóttir, Jón Reynir Sigurðsson, Jónas Þ. Birgisson, Þorbjörn J. Sveinsson, Jóhann B. Helgason, og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.

1. Hafnarstræti 19 – 21, Ísafirði. (2005-060060).

Lagt fram bréf, móttekið 2. september 2005, frá Sigurjóni Sigurjónssyni, Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar á teikningum af fyrirhuguðu húsi að Hafnarstræti 19 – 21, Ísafirði. Jafnframt er óskað eftir að hönnuður hússins fái að mæta á fundinn og gera grein fyrir hugmyndum sínum um húsið.
Jón Grétar Magnússon, byggingarfræðingur, kom á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir teikningum sínum (frumdrögum) af húsinu.

Umhverfisnefnd getur fallist á framkomnar hugmyndir Jóns Grétars, ekki síst í ljósi þess að heimilað verður að taka hægribeygju af Hafnarstræti í Mánagötu og inn á lóðirnar við Hafnarstræti 19 – 21 og 23. Lögð verði áhersla á að bílskúrshurðir falli sem best að útveggjum hússins. Jafnframt er settur sá fyrirvari að akstursleiðir og lóðamörk verði endurskoðuð á næsta fundi nefndarinnar með það í huga að skilgreina betur aðkomu að lóðum og bílastæðum við Hafnarstræti.

2. Sjúkrahúsið á Ísafirði. –Bygging sjúkralyftu. (2005-08-0043).

Lagt fram bréf, dagsett 18. ágúst 2005, frá Jes Einari Þorsteinssyni, f.h. Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, þar sem hann sækir um heimild til að byggja sjúkralyftu við vesturgafl hússins, skv. meðfylgjandi teikningum dags. 15. ágúst 2005.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

3. Eikarlundur 1, Ísafirði. (2005-08-0059).

Lögð fram umsókn, dagsett 26. ágúst 2005, frá Guðmundi St. Gíslasyni og Elísabetu Markúsdóttur, Ísafirði, þar sem þau sækja um lóðina að Eikarlundi 1, Ísafirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði gefinn kostur á lóðinni með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðarúthlutunin fellur úr gildi sjálfkrafa hafi framkvæmdir ekki hafist innan eins árs frá lóðarúthlutuninni.

4. Tunguskógur 41, Ísafirði (2005-08-0056).

Lagt fram bréf dagsett 23. ágúst s.l., frá Halldóri Þórólfssyni þar sem hann spyrst fyrir um hvort heimilað verði að byggja nýjan bústað á lóðinni Tunguskógi 41, Ísafirði, en á öðrum stað innan hennar en nú er.

Umhverfisnefnd getur fallist á staðsetningu á nýjum sumarbústað á lóðinni, enda verði núverandi bústaður rifinn við fokheldi þess nýja.

5. Framkvæmdaleyfi við lóðina að Fagraholti 1, Ísafirði. (2005-09-0007).

Lagt fram bréf, dagsett 26. ágúst 2005, frá Jóhannesi B. Guðmundssyni og Berglind Grétarsdóttur, þar sem sótt er um heimild til að breyta innkeyrslu á lóðina þannig að innkeyrslan verði nær inngangi í húsið og að keyrt verði inn á lóðina frá Hafraholti, sjá teikningu frá Teiknistofunni Eik dagsett 1. júlí 2005.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

6. Deiliskipulag útivistarsvæðis í Tungudal í Skutulsfirði. (2004-12-0035).

Lögð fram frumdrög að deiliskipulagi fyrir svæði í Tungudal í Skutulsfirði , sbr. bókun umhverfisnefndar frá 200. fundi 13.desember 2004, fyrir afþreyingu og útivist. Um er að ræða landsvæði sem er innan við skipulagða íbúðabyggð og að skíðasvæði.

Lagt fram til kynningar.

7. Vatnsvirkjun í Fremri –Hnífsdal. (2005-07-0043).

Tekið fyrir að nýju erindi frá Kristjáni S. Kristjánssyni, Bakkavegi 15, Hnífsdal, þar sem hann óskar heimildar Ísafjarðarbæjar, til að setja upp vatnsaflsvirkjun á landi sínu í Fremri – Hnífsdal og nota til þess gamla aflagða vatnsveitustíflu sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.

Umhverfisnefnd getur fallist á að umsækjandi fái afnot af vatnsveitustíflu með þeim fyrirvara að frekari upplýsingar berist um fyrirhugaða vatnsaflsvirkjun.

8. Aksturleið strætisvagna við Tunguá og á Skeiði í Skutulsfirði. (2005-09-0006).

Lagt fram bréf bæjartæknifræðings, dags. 2. september 2005, þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á akstri strætisvagna á Ísafirði:

Jafnfram er lagt til að neðri Skógarbraut verði lokað við Tunguá.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.

9. Önnur mál.

Tæknideild falið að afla upplýsinga um framkvæmdir við Höfðaströnd í Jökulfjörðum.

10. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:45

Birna Lárusdóttir, formaður.

Jón Reynir Sigurðsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Magdalena Sigurðardóttir. Jónas Þ. Birgisson.

Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.

Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.

Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.