Umhverfisnefnd
216. fundur
216. fundur umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar verður haldinn
miðvikudaginn 24. ágúst 2005 kl. 08:00. Fundarstaður:
Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mættir: Birna Lárusdóttir, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Magdalena
Sigurðardóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Kristján
Finnbogason, Jóhann B. Helgason, og Stefán Brynjólfsson, sem ritaði fundargerð.
1. Reiðhöll að Söndum í Dýrafirði (2005-08-0019).
Lagt fram bréf, ódagsett frá Sigþór Gunnarssyni f.h. Hestamannafélagsins Storms þar sem sótt er um ca. 2400m2 lóð fyrir 800m2 reiðhöll og ca. 3,2ha. lóð fyrir beitarhólf að Söndum í Dýrafirði skv. meðfylgjandi loftmyndum.
Umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Hestamannafélaginu Stormi umbeðna lóð og beitarhólfi, en felur tæknideild að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
2. Deiliskipulag bensínstöðvar við Hafnarstræti, Isafirði (2005-07-0044).
Lagt fram bréf dags. 17. ágúst s.l., frá Páli Gunnlaugssyni, f.h. Olíufélagsins, þar sem hann fer fram á að umhverfisnefnd endurskoði afstöðu sína til hægribeygju af Hafnarstræti og inn að bensínstöðinni.
Umhverfisnefnd fellst á rök Olíufélagsins og heimilar hægribeygju af Hafnarstræti og inn í Mánagötu til reynslu.
3. Hlíðarvegur 3, Suðureyri, umsókn um lóð (2005-08-0002).
Lagður fram tölvupóstur, dags. 18.ágúst frá Hvíldarkletti ehf, þar sem sett eru fram rök fyrir því að lóðin að Hlíðarvegi 3 á Suðureyri henti best af þeim svæðum sem koma til álita fyrir gróðurhús og til ræktunar matjurta.
Umhverfisnefnd samþykkir að úthluta lóðinni að Hlíðarvegi 3, Suðureyri, til Hvíldarkletts ehf til uppsetningar á ca. 50m2 gróðurhúsi á lóðinni. Lóðinni verði úthlutað til 6 ára og framlengist um 2 ár sjálfkrafa nema lóðaleigusamningi verði sagt upp. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur verði 12 mánuðir.
4. Umhverfisviðurkenningar 2005.
Umhverfisnefnd samþykkir umhverfisviðurkenningar 2005 og verða þær kunngerðar á næstu dögum.
5. Breytingar á umferð við gatnamót Fjarðarstrætis, Sólgötu, Eyrargötu og Hrannargötu (2005-06-0092).
Tillaga umhverfisnefndar frá 213. fundi hefur verið auglýst og komu fram athugasemdir frá eftirtöldum aðilum:
Magdalena Sigurðardóttir lagði til að heimilað verði að taka hægri beygju úr Eyrargötu og í Sólgötu.
Umhverfisnefnd samþykkir breytingu á umferð við gatnamótin eins og hún var auglýst, en þó þannig að lokun Eyrargötu verði til reynslu.
6. Öryggissvæði við Ísafjarðarflugvöll (2004-09-0081).
Lagt fram bréfm dags. 16. ágúst 2005, frá Sveini D.K. Lyngmó, f.h. Flugmálastjórnar þar sem farið er fram á heimild til að breikka skeringu við þjóðveg á Kirkjubólshlíð á um 100m kafla þannig að skeringin breikki úr 10 metrum í 15 metra.
Umhverfisnefnd ítrekar bókun sína frá 21. janúar 2005 þar sem frekari efnistaka skuli vera í tengslum við gerð reiðvegar. Bæjartæknifræðingi falið að ræða við framkvæmdaraðila.
7. Vatnsvirkjun í Fremri Hnífsdal (2005-07-0043)
Lagt fram bréf, dags. 25. júlí 2005, frá Kristjáni S. Kristjánssyni, Bakkavegi 15, Hnífsdal, þar sem hann óskar heimildar Ísafjarðarbæjar til að setja upp vatnsaflsvirkjun á landi sínu í Fremri Hnífsdal og nota til þess gamla aflagða vatnsveitustíflu sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.
Afgreiðslu frestað.
8. Vegslóði í Leirufjörð.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að aldrei var sótt um heimild fyrir téðri vegslóðagerð niður í Leirufjörð. Ráðist var í framkvæmdina í algjöru heimildarleysi. Samþykki umhverfisnefndar og bæjarstjórnar fyrir ferð jarðýtu í Leirufjörð er óskylt mál.
9. Mánarðaskýrsla um rekstur og fjarfestinga umhverfissvið janúar til júní 2005.
Lögð fram til kynningar skýrsla fjármálstjóra um rekstur og fjárfestingar umhverfissviðs fyrir tímabilið janúar til júní 2005.
10. Afgreiðsla byggingarfulltrúa.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 10:40
Birna Lárusdóttir, formaður.
Björgmundur Ö. Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Magdalena Sigurðardóttir. Kristján Kristjánsson.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.
Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.
Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.