Menningarmálanefnd
118. fundur
Árið 2005, þriðjudaginn 13. desember kl. 15:00 hélt menningarmálanefnd fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert.
1. Bæjarlistamður Ísafjarðarbæjar árið 2005.
Til umræðu var val bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2005. Skipst var á skoðunum um nokkra einstaklinga er til greina koma í vali bæjarlistamanns nú í ár.
Menningarmálanefnd er sammála um, að Elfar Logi Hannesson, leikari,
Túngötu 17, Ísafirði, verði bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2005.
Stefnt er að formlegri tilnefningu í smá hófi milli hátíðanna.
2. Erindi frá bæjarráði. - Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Vestfjarðasýning í Perlunni vorið 2006.
Lagt fram erindi frá 461. fundi bæjarráðs þann 12. desember s.l., bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna fyrirhugaðrar Vestfjarðasýningar í Perlunni í Reykjavík vorið 2006. Bæjarráð leitar umsagnar menningarmálanefndar og atvinnu- málanefndar um erindið.
Menningarmálanefnd telur mjög jákvætt að Ísafjarðarbær taki þátt í slíkri sýningu og að þar verði kynnt menning og mannlíf, atvinnulíf og ferðamennska, sem og búsetukostir í Ísafjarðarbæ.
3. Bréf frá Í einni sæng ehf. - Styrkbeiðni vegna Skuggabarna. 2005-11-0032.
Lagt fram bréf frá fyrirtækinu Í einni sæng ehf., móttekið þann 7. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna gerðar myndarinnar SKUGGABÖRN, þar sem Reynir Traustason blaðamaður og ritstjóri kannar undirheima fíkniefnavandans á Íslandi.
Erindið verður tekið fyrir að nýju við styrkveitingar á árinu 2006.
4. Bréf Róta, félags áhugafólks um menningarfjölbreytni. 2005-09-0015.
Lagt fram bréf frá Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni, dagsett 25. október s.l., þar sem félagið afþakkar að sinni áður veittann styrk frá menningar- málanefnd vegna kvikmyndahátíðar. Vegna utanaðkomandi aðstæðna tókst ekki að halda hátíðaina eins og ráð var fyrir gert og er því styrkurinn afþakkaður nú, en vonir standa til að hægt verði að halda hátíðina haustið 2006.
Menningarmálanefnd þakkar bréfið og væntir umsóknar að nýju þegar þar að kemur.
5. Bréf frá leikskólunum Bakkaskjóli, Laufási og Sólborg í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram bréf frá leikskólunum Bakkaskjóli í Hnífsdal, Laufási á Þingeyri og Sólborg á Ísafirði dagsett 10. nóvember s.l., varðandi fyrirhugaða námsferð starfsmanna til Linköping í Svíþjóð á komandi vori. Í bréfinu er óskað eftir liðsinni menningarmálanefndar við að finna leikskóla í Linköping, sem hægt væri að heimsækja og ábendingar um hentuga gistingu fyrir hópinn.
Þar sem Linköping er vinabær Ísafjarðarbæjar í Svíþjóð mun menningarmála- nefnd aðstoða við að koma á tengslum við bæjaryfirvöld þar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 15:30
Þorleifur Pálsson, ritari.
Inga Ólafsdóttir, formaður.
Sigurborg Þorkelsdóttir. Hansína Einarsdóttir.