Menningarmálanefnd

114. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 29. júní kl. 15:00 hélt menningarmálanefnd fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert.

1. Bréf Rússneska sendiráðsins. - Minnisvarði fallinna sjómanna. 2005-06-0074.

Lögð fram bréf frá Rússneska sendiráðinu í Reykjavík, dagsett 16., 21. og 22. júní s.l., varðandi uppsetningu minnisvarða hér á Ísafirði, um fallna sjómenn er fórust út af Horni þann 5. júlí 1942. Fram hefur komið beiðni um að Ísafjarðarbær aðstoði við staðarval og val á steini, sem á yrði fest listaverk, plata með skýringartexta og plata með mynd af orðu. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 27. júní s.l. og hlaut jákvæða afgreiðslu.
Menningarmálanefnd ásamt Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi og Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, hafa skoðað aðstæður í Neðstakaupstað vegna hugsanlegrar uppsetningar minnisvarðans þar.

Ákveðið hefur verið að minnisvarðinn verði staðsettur í Neðstakaupstað í námunda við safnahúsin.

2. Vinabæjarmót í Tönsberg í Noregi nú í sumar. - Nafnalisti þátttakenda. 2005-03-0021.

Lagur fram listi yfir þátttakendur Ísafjarðarbæjar á vinabæjarmóti unlinga er haldið verður í Tönsberg í Noregi dagana 27. ágúst til 2. september n.k.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf Marsibil G. Kristjánsdóttur. - Styrkbeiðni. 2005-06-0066.

Lagt fram bréf frá Marsibil G. Kristjánsdóttur, Túngötu 17, Ísafirði, dagsett þann 20. júní s.l., þar sem hún sækir um styrk frá menningarmálanefnd að upphæð kr. 60.000.- vegna uppsetningar málverkasýningar á verkum sínum á veitingastaðnum Langa Manga á Ísafirði. Sýningin verður opnuð þann 1. júlí n.k.

Menningarmálanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 40.000.-

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 15:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Inga Ólafsdóttir, formaður.

Sigurborg Þorkelsdóttir. Hansína Einarsdóttir.