Íþrótta- og tómstundanefnd
50. fundur.
Fimmtudaginn 14. september 2005 kl. 16:00 kom íþrótta- og
tómstundanefnd saman í fundarsal bæjarstjórnar. Á fundinum voru: Bryndís
Birgisdóttir, formaður, Sturla Páll Sturluson, Guðríður Sigurðardóttir, Jón
Hálfdán Pétursson, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg
María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu
Ísafjarðarbæjar. Jóna Benediktsdóttir boðaði forföll, enginn mætti í hennar
stað. Gunnar Þórðarson boðaði forföll, enginn mætti í hans stað.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
Íþrótta- og tómstundanefnd ræddi næstu skref í ferlinu.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að málinu.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá því að gera þyrfti áætlun um hvernig endurnýja beri opin leiksvæði í sveitarfélaginu. Íbúasamtökin á Flateyri hafi boðið fram aðstoð við uppbyggingu á leiksvæði þar. Nú þegar hafa leiksvæði á Suðureyri og Þingeyri verið endurnýjuð á síðustu árum.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman stöðuna á leiksvæðunum og gera tillögu um framkvæmdaráætlun í samvinnu við fagmenn svo áætlun liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.
Rætt um framkvæmdir við púttvöll við Hlíf.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur ekki fjármagn til framkvæmda á yfirstandandi fjárhagsáætlun og vísar framkvæmdum við púttvöll til fjárhagsáætlunar n.k. árs.
Rætt um starfsmannamál á Suðureyri nú þegar nýtt íþróttahús verður tekið í notkun í næsta mánuði.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða starfsmannamál íþróttahúsanna m.t.t. þess hvort þörf sé fyrir forstöðumenn á hverjum stað eða aðrar leiðir mögulegar og koma með tillögu til nefndarinnar. Jafnframt er honum falið að gera viðeigandi rástafanir í starfsmannamálum fyrir opnun íþróttahúss á Suðureyri.
Sagt frá því að Gamla apótekið, skrifstofa Evróvísi og frístundaskrifstofa verði opnuð með hátíð á fimmtudaginn 15. september n.k. kl. 17:00 Nefndarmönnum er boðið að mæta til hátíðarinnar.
Rætt um möguleika til framkvæmda við aðgengi Skotveiðifélagsins að æfingasvæði sínu.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sækja um styrk til vegagerðarinnar til framkvæmda.
Lagt fram bréf frá Rannveigu Þorvaldsdóttur, dags. 29. ágúst s.l., þar sem hún óskar eftir tíma í íþróttasalnum við Austurveg til jógaiðkunar fyrir kennara Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við bréfrita.
Lagt fram bréf frá formanni Skíðafélags Ísfirðinga, dags. 12. september s.l., þar sem ítrekuð er beiðni um að Ísafjarðarbær kaupi búnað af skíðafélaginu.
Íþrótta- og tómstundanefnd ítrekar fyrri bókun frá 32. fundi nefndarinnar. (Vísað til ákvörðunar í fjárhagsáætlun. Nefndin mælir með fjárveitingu.)
9. Önnur mál.
a. Tímasetningar funda. Rætt um fasta fundartíma nefndarinnar.
Ákveðið að íþrótta- og tómstundanefnd fundi 2. og 4. miðvikudag kl. 16:00
b. Fundarboðun. Samþykkt að fundarboðun verði mánudag fyrir fund og boðun send í tölvupósti ef mögulegt er.
c. Skíðasvæðið. Rætt um málefni skíðasvæðisins. Ákveðið að forstöðumaður skíðasvæðis mæti til fundar við nefndina og geri grein fyrir stöðunni á svæðinu bæði hvað varðar framkvæmdir og rekstur.
d. Starfsmenn. Íþrótta- og tómstundanefnd býður Jón Björnsson velkominn til starfa í stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Einnig boðin velkomin aftur til starfa Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Skúla Ólafssyni þökkuð störf s.l. árs og óskað velfarnaðar í nýjum störfum.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:55.
Bryndís Birgisdóttir, formaður.
Sturla Páll Sturluson. Guðríður Sigurðardóttir.
Guðríður Sigurðardóttir. Jón Hálfdán Pétursson.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Jón Björnsson.