Hafnarstjórn
106. fundur
Árið 2005, föstudaginn 26. ágúst kl. 16:00 var haldin fundur í
hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar á skrifstofu hafnarinna Hafnarhúsinu, Ásgeirsbakka,
Ísafirði.
Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg,
Jóhann Bjarnason, og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.
Kristján Andri Guðjónsson var fjarverandi og varamaður hans einnig.
Þetta var gert:
1. Ofanjarðartankur.
Lagt fram bréf frá Olíufélaginu ehf., þar sem óskað er leyfis hafnarinnar um að setja tímabundið ofanjarðarolíutank 2200 lítra við afgreiðslu félagsins að Sindragötu 1, Ísafirði.
Hafnarstjórn veitir fyrir sitt leyti leyfi til niðursetningar
tanksins til bráðabirgða og vísað er í upplýsingar bréfritara um að
framtíðarstaður til olíuafgreiðslu verði á afgreiðslustöð við Hafnarstræti
gegn því að gengið verði frá honum í samræmi við reglugerðir. Bent skal á að
Olíufélagið er með annan tank á sama stað og sótt er um og hefur aldrei verið
sótt um leyfi fyrir honum. Hafnarstjórn veitir leyfi til að hafa þessa tanka á
umræddum stað, en bendir jafnframt á að hverslags verslun með eldsneyti er leyfisskyld
og beinir þeim tilmælum til Olíufélagssins, að leggja fram starfsleyfi fyrir
afgreiðslu eldsneytis á þessum stað áður en tanknum er komið fyrir. Leyfi
hafnarstjórnar gildir aðeins til 31/12/2005, að uppfylltum þessum skilyrðum.
Hafnarstjórn vísar í fyrri afgreiðslu slíkra mála þar sem stefnan hefur verið að
heimila ekki tanka fyrir utan skipulögð afgreiðslusvæði, sem staðfest hafa verið af
bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar einnig eftir því, að tankur Olíufélagsins sem
staðsettur er á Harðviðarbryggju við Sundahöfn, verði fjarlægður hið fyrsta.
2. Endurnýjun á Olíubryggju og afgreiðslutanks á vegum Olís.
Lagt fram erindi frá Olíuverslun Íslands dagsett 22. ágúst 2005, þar sem óskað er eftir leyfi til að endurnýja flotbryggju, sem er í eigu Olís og Skeljungs til afgreiðslu til smábáta og að setja niður afgreiðsludælu frá Olís. Með erindinu fylgja teikningar og ljósmyndir af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Hafnarstjórn veitir leyfi til niðursetningar flotbryggju og
afgreiðslutanks. Hafnarstjórn gerir þær kröfur að gengið verði frá tanknum innan
steyptar öryggisgirðingar (mengunarvarnarþró) eins og gengið er frá samskonar
tönkum á sama stað.
Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til Olís að tankur sá er nýlega var staðsettur
til hægri við inngang á hafnarskrifstofu verði fjarlægður tafarlaust og bendir á
að hverslags sölustarfsemi á eldsneyti er starfsleyfisskyld.
Hafnarstjórn vísar í fyrri afgreiðslu slíkra mála þar sem stefnan hefur verið að
heimila ekki tanka fyrir utan skipululögð afgreiðslusvæði, sem staðfest hafa verið
af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
3. Viðgerð á ljósamasturshúsi á Suðureyri.
Fyrir fundinum liggur tillaga frá Tækniþjónustu Vestfjarða, um hvernig standa skuli að endurbótum á ljósamasturshúsi á Suðureyri, þar sem þak og undirstöður eru illa farnar.
Hafnarstjóra falið að láta gera við masturshúsið og undirstöðu ljósamasturs.
4. Þekja á Flateyri og viðbót við flotbryggju vegna ferðaþjónustubáta.
Lögð fram tvö bréf frá Siglingastofnun Íslands dagsett 05/08/2005, svör til hafnarstjórnar vegna beiðni um fjármagn í framkvæmdir við þekju á Flateyri og flotbryggu ferðaþjónustubáta á Ísafirði. Bæði erindin eru metin styrkhæf.
Lögð fram til kynningar.
5. Gjaldskrárbreyting.
Lagt fram erindi frá hafnarstjóra þar sem lagt er til að
bryggjugjald breytist frá því sem nú er, að fyrir hverja byrjaða 12 tíma skuli
greiða kr. 2,25 á hverja mælieiningu, þannig að greitt verði fyrir hverja byrjaða
24 tíma kr. 4.50 á hverja mælieiningu.
Einnig komi viðbótartexti í lok greinarinnar. Skip sem ekki eru í rekstri og leggja
ekki upp afla hjá Höfnum Ísafjarðarbæjar, skulu greiða fullt bryggjugjald fyrir
hvern legudag og njóta ekki afsláttarkjara í formi mánaðargjalda. Skip sem ekki er í
rekstri telst það skip, sem hefur legið lengur en einn mánuð í höfn.
Þessi breyting skal taka gildi 1/09/2005.
6. Tryggingar hafsögubáts.
Fyrir fundinum liggur tilboð frá Sjóvá/Almennum, Vátryggingafélagi Íslands og tvö tilboð frá Tryggingamiðstöðinni varðandi tryggingar á hafsögubáti.Hafnarstjóra falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda.
7. Mánaðarskýrsla rekstur og fjárfestingar janúar til júni 2005.
Fyrir fundinum liggur skýrsla fjármálastjóra um rekstur fyrstu 6 mánuði ársins. Ljóst er að talsverður samdráttur er í tekjum hafnarinnar miðað við áætlanir.
Hafnarstjórn áréttar fyrri bókun 104. fundar um endurskoðun á
rekstri hafnarinnar.
Hafnarstjórn telur tímabært að settur verði á stofn starfshópur sem komi að málum
varðandi framtíðarskipulag um starfsemi og tekjuöflun hafnarsjóðs. Til dæmis yrðu
í slíkum starfshópi hafnarstjóri, formaður hafnarstjórnar, fjármálastjóri og
endurskoðandi Ísafjarðarbæjar. Farið skal yfir stöðu hafnarsjóðs bæði
fjárhags- og framkvæmdalega með tilliti til framtíðarmöguleika hafnarinnar.
Sérstaklega er um að ræða tekjur af starfsemi á hafnarsvæði svo sem lóðaleigu,
gatnagerðagjöld sem komi á móti þeim fjármunum sem lagðir hafa verið í landmótun
á vegum hafnarsjóðs. Þessum starfshópi myndi verða heimilt að kalla til þá
sérfræðinga sem til þarf í slíka vinnu. Starfshópur þessi skal hefja vinnu sína
eigi síðar en um miðjan september og skal áliktun hans liggja fyrir áður en vinna
við fjárhagsáætlun verður lokið.
Hafnarstjórn gerir ráð fyrir að hlutur hafna Ísafjarðarbæjar í framkvæmdum sem
bundin eru sólarlagsákvæðum og kaupum á nýjum hafnsögubáti á árinu 2005 geti
numið allt að 45 miljónum króna og ljóst sé að miðað við stöðu hafnarsjóðs,
að nýta verði þá lánaheimild sem gert var ráð fyrir í gerð fjárhagáætlunar
fyrir yfirstandandi ár.
Hafnarstjórn óskar eftir því að bæjarráð fjalli sérstaklega um þetta mál á
næsta fundi sínum.
8. Önnur mál:
Hafnarstjóra falið að vinna að því, að sumarbústaður sem stendur við Ásgeirsgötu sunnan við Vestrahúsið á Ísafirði, verði fjarlægður hið fyrsta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15
Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.
Sigurður Þórisson. SigurðurHafberg.
Jóhann Bjarnason.
Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri.