Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar
230. fundur
Árið 2005, þriðjudaginn 13. desember kl. 16:00 kom fræðslunefnd
Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson,
Jens Kristmannsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, varamaður Óðins Gestssonar, Iðunn
Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Sigurlína Jónasdóttir,
leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.
Leikskólamál:
1. Umsóknir um starf leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg. 2005-11-0077.
Jens Kristmannsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir viku af fundi vegna tengsla við umsækjendur.
Leikskólafulltrúi lagði fram fjórar umsóknir sem borist höfðu um starf leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg. Umsækjendur voru Guðrún Birgisdóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir, Jensína Jensdóttir og Valdís Bára Guðmundsdóttir. Allir umsækjendur voru metnir hæfir.
Yfirmenn leikskólamála á Skóla og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefnd mæla með ráðningu Helgu Bjarkar Jóhannsdóttur við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
2. Fréttabréf leikskólanna Grænagarðs og Laufáss.
Fréttabréfin lögð fram til kynningar.
Skarphéðinn Jónsson skólastjóri GÍ kom á fundinn.
Grunnskólamál:
3. Ísbjarnaverkefni. 2005-11-0088.
Grunnskólafulltrúi sagði frá ferð sinni á kynningarfund vegna þátttöku Ísafjarðarbæjar í svonefndu Ísbjarnarverkefni, sem er gerð kennsluefnis með fjarskiptaaðkomu nemenda 5. 7. bekkja í leiðangri ísbjarnaveiðimanna á Austur Grænlandi 15. mars 8. maí 2006. Allir grunnskólar Ísafjarðarbæjar, auk tveggja skóla í Reykjavík munu taka þátt í verkefninu.
4. Fundur Grunns, félags starfsmanna skólaskrifstofa.
Grunnskólafulltrúi sagði frá fundi Grunns, sem haldinn var í Reykjavík 9. desember sl.
Á fundinum voru kynntar hugmyndir menntamálaráðuneytis um endur og símenntun kennara vegna fyrirhugaðrar styttingar náms til stúdentsprófs. Þá var rætt um þörf á kynningu til grunnskóla vegna þessarar breytingar.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar ítrekar fyrri ábendingar til menntamálaráðuneytis um kynningar til grunnskóla.
5. Niðurstöður samræmdra prófa.
Rætt um niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk og möguleika á að bæta árangur í íslensku og stærðfræði.
Í framhaldi þessa hvetur fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar Fræðslumiðstöð Vestfjarða til að bjóða foreldrum grunnskólabarna námskeið í stærðfræði þeim til stuðnings vegna heimanáms barna.
Einnig rætt um forvarnarstarf og nauðsyn þess að efla það.
Grunnskólafulltrúa falið að mynda samstarfshóp fulltrúa foreldra, forvarnahópa og skóla og félagsmálanefnda.
Þá var minnt á áherslur fræðslunefndar til bæjarstjórnar vegna gerðar fjárhagsáætlunar, t.a.m.varðandi öryggismál.
Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18:00.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.
Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jens Kristmannsson.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi. Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.
Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.