Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar
227. fundur
Árið 2005, þriðjudaginn 25. október kl. 16:00 kom fræðslunefnd
Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson,
Óðinn Gestsson og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.
Þetta var gert:
Leikskólamál:
Mættur áheyrnarfulltrúi: Sonja Thompson, leikskólastjóri, einnig Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Fréttabréfin lögð fram til kynningar.
Tillögur bæjarstjóra til félagsmála og fræðslunefnda um gjaldskrá leikskóla vegna undirbúnings við vinnu fjárhagsáætlunar frá fundi bæjarráðs þann 10. október, lagðar fram og ræddar.
Fræðslunefnd styður framkomnar tillögur, svo fremi að ekki verði um niðurskurð að ræða til annarra málaflokka sem tilheyra fræðslunefnd.
Lögð fram skýrsla um rekstrarkostnað leikskólanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að kostnaðarhlutdeild Ísafjarðarbæjar er 76% á móti 24% hlutdeild foreldra og að 88% barna á leikskólaldri í Ísafjarbæ njóta leikskólavistar.
Fræðslunefnd fagnar gerð skýrslunnar.
Skóladagatal leikskólanna lagt fram og kynnt. Rætt um samræmingu námskeiðs og undirbúningsdaga starfsfólks grunn- og leikskóla.
Grunnskólamál:
Mættir áheyrnarfulltrúar: Sigrún Sigvaldadóttir f.h. foreldra og Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra.
Svanlaug Guðnadóttir kynnti samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og sveitarfélaga sem hefur það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram dagskrá verkefnisins ,,tónlist fyrir alla" og tímasetningar vegna komu tónlistarmanns til Ísafjarðarbæjar haustið 2005.
Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar Íslands og Menntamálaráðuneytisins frá 2005 lögð fram til kynningar.
4. Stofnþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun (2005-10-0020)
Lagt fram fundarboð á stofnþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun sem haldið verður á Selfossi 18. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál:
Tillaga um breytta skipan skólamála í Ísafjarðarbæ lögð fram. Grunn - og leikskólafulltrúum falið að kynna hana skólastjórum leik og grunnskólanna í Ísafjarðarbæ. Lagt fram til kynningar.
2. Námskeið á vegum foreldrafélaga
Rætt um möguleg námskeið á vegum foreldrafélaga um ýmis málefni, s.s aga og
uppeldi, ofbeldi o.fl.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17:20.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.
Iðunn Antonsdóttir Óðinn Gestsson