Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar
226. fundur
Árið 2005, þriðjudaginn 11. október kl. 16:00 kom fræðslunefnd
Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson,
Jens Kristmannsson, Óðinn Gestsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir,
forstöðumaður Skóla og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari var Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Þetta var gert:
Grunnskólamál:
Mættir áheyrnarfulltrúar: Sigrún Sigvaldadóttir f.h. foreldra og Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra.
Lögð fram grunnskólastefna eins og hún var samþykkt eftir vinnufund nefndarinnar þann 4. október s.l.
Fræðslunefnd samþykkir grunnskólastefnuna með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að grunnskólastefnan verði samþykkt.
Lögð fram samantekt um verð í mötuneytum grunnskóla í 20 sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 16:50.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.
Jens Kristmannsson. Óðinn Gestsson.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.