Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

224. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 13. september kl. 17:00 kom fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður; Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari var Iðunn Antonsdóttir.

Þetta var gert:

Grunnskólamál:

Mættir áheyrnarfulltrúar: Sigrún Sigvaldadóttir, fulltrúi foreldra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara og Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri GÍ.

  1. Bréf frá Ásthildi Þórðardóttur, garðyrkjustjóra.
  2. Lagt fram bréf frá Ásthildi Þórðardóttur garðyrkjustjóra, dags. 19. ágúst þar sem kvartað er um skemmdir á Skrúðgarði við Austurveg, vegna ágangs skólanemenda í garðinum. Einnig lagt fram bréf, dags. 13. sept s.l., frá Skarphéðni Jónssyni, skólastjóra GÍ, þar sem skýrt er frá því að nemendur noti ekki skrúðgarðinn í frímínútum þetta skólaárið og að íþróttakennsla fer ekki fram í garðinum. Rætt um umgengni skólabarna um garðinn.

    Fræðslunefnd telur að leggja þurfi áherslu á umbætur skólalóðar, þannig að umkvartanir vegna garðsins gætu lagst af. Fræðslunefnd leggur einnig áherslu á að fyrri samþykkt um heimild til notkunar garðsins er í gildi. Fræðslunefnd vísar málinu að öðru leyti til bygginganefndar GÍ og bendir á þörf fyrir endurskoðun skólalóða í tengslum við nýbyggingar.

  3. Fjárveitingar til GÍ í fjárhagsáætlun 2005.
  4. Rætt um misræmi í fjárveitingum til GÍ, sem felst annars vegar í niðurskurði stöðugilda og hins vegar í aukinni þjónustu með tilkomu mötuneytis og lengingu skóladags yngstu nemendanna. Einnig rætt um verðlagningu veitinga.

    Fræðslunefnd leggur áherslu á að málið verði afgreitt hið fyrsta.

    Leikskólamál:

    Mættir áheyrnarfulltrúar: Sonja Thompson, leikskólastjóri og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.

  5. Sumarlokanir leikskóla.
  6. Lögð fram drög að greinargerð frá leikskólafulltrúa um sumarlokanir leikskóla í Ísafjarðarbæ. Ræddir kostir og gallar lokana.

    Fræðslunefnd felur leikskólafulltrúa að vinna áfram að málinu.

  7. Könnun vegna opnunartíma leikskólanna Tjarnarbæjar og Grænagarðs.
  8. Lagðar fram niðurstöður könnunar leikskólafulltrúa varðandi það hvort foreldrar myndu nýta sér opnunartíma á Tjarnarbæ og Grænagarði milli kl. 7-8. Niðurstaðan sýndi að einungis eitt barn á hvorum stað myndi nýta slíka opnun. Það er því ekki þörf fyrir lengri opnunartíma.

  9. Leikskólinn Eyrarskjól 20 ára.
  10. Leikskólinn Eyrarskjól fagnar 20 ára starfsafmæli 22. september n.k., fræðslunefnd boðið að líta í heimsókn þann dag.

  11. Enduropnun Gamla apóteksins.
  12. Boðsbréf lagt fram, vegna enduropnunar Gamla apóteksins fimmtudaginn 15. september n.k.

  13. Önnur mál.

Átakið "Allt hefur áhrif", frá Lýðheilsustofnun, lagt fram kynnt og rætt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.

Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.

Jens Kristmannsson. Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Iðunn Antonsdóttir.