Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar
223. fundur
Árið 2005, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:00 kom fræðslunefnd
Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu
á Ísafirði.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður; Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson,
Jens Kristmannsson og Óðinn Gestsson. Einnig mætt Iðunn Antonsdóttir, Ingibjörg
María Guðmundsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri.
Fundarritari var Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Skúli S. Ólafsson, fráfarandi forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, kom inn á fund nefndarinnar í upphafi fundar. Þakkaði hann nefndarmönnum og öðrum viðstöddum fyrir samvinnu á þessu ári, sem hann hefur gengt starfi forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Nefndarmenn og aðrir viðstaddir þökkuðu Skúla samstarfið.
Þetta var gert:
Grunnskólamál:
Mættir áheyrnarfulltrúar: Sigrún Sigvaldadóttir, fulltrúi foreldra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara. Einnig mætt Jóna Benedikstdóttir og Skarphéðinn Jónsson, skólastjóar GÍ.
1. Stöðugildi í GÍ.
Rætt um stöðugildi almennra starfsmanna í GÍ. Lagt fram
yfirlit frá skólastjórum um starfsheiti og starfshlutföll almennra starfsmanna. Einnig
lögð fram samantekt sem skólastjóri hefur tekið saman um fyrirkomulag í matsal
nemenda í fimm mismunandi skólum í öðrum sveitarfélögum.
Fræðslunefnd samþykkir að fela grunnskólafulltrúa og skólastjórum að fara yfir
möguleika, til þess að mæta starfsmannaþörf skólans með því, að færa útgjöld
á milli útgjaldaliða, stöðugilda og úthlutaðra kennslustunda, en þó þannig að
heildarúgjöld skólans aukist ekki.
2. Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til vinnufundar nefndarinnar þann 27. september 2005 kl. 16:00.
3. Bréf til skóla og fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram bréf frá starfsmönnum við GÍ að Austurvegi 2, (Kaupfélaginu) dagsett 30. ágúst 2005, þar sem lýst er yfir óánægju með seinagang á framkvæmdum í húsinu.
Lagt fram til kynningar.
Tónlistarskólamál:
Mættur áheyrnarfulltrúi Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónalistarskóla Ísafjarðar.
4. Ráðstöfun fjár vegna kennslu við MÍ.
Lagt fram bréf skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar, dagsett 27. júní s.l., þar sem fjallað er um endurgreiðslur Menntaskólans á Ísafirði vegna tónlistarkennslu framhaldsskólanema og ráðstöfun þeirra endurgreiðslna. Einnig lagt fram samkomulag milli Menntaskólans á Ísafirði, Tónlistarskóla Ísafjarðar, Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Tónlistarskóla Bolungarvíkur, um greiðslur fyrir tónlistarnám framhaldsskólanemenda frá 22. júní s.l.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að Tónlistarskólinn á
Ísafirði fái að halda stöðugildi því sem lagt var til í niðurskurði
fjárhagsáætlunar ársins þar sem skólinn hefur með tekjum frá M.Í. sparað það
sem til var ætlast.
Fræðslunefnd samþykkir að taka málefni Tónlistarskóla til umfjöllunar á
vinnufundi nefndarinnar í september n.k.
5. Önnur mál
a. Stjórnsýsluleg staða fræðslunefndar og tónlistarskóla.
Elías Oddsson leggur fram eftirfarandi bókun. ,,Undirritaður fulltrúi í fræðslunefnd óskar hér með eftir upplýsingum um hvert hlutverk nefndarinnar er hvað varðar málefni tónlistarnáms skóla. Fram kom á fundi nefndarinnar í dag að ekki væri að fullu ljóst hvert hlutverk nefndarinnar er varðandi málefni t.d. Tónlistarskóla Ísafjarðar."
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.
Jens Kristmannsson. Óðinn Gestsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.