Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

222. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 16:00 kom fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður; Kolbrún Sverrisdóttir; Elías Oddsson; Jens Kristmannsson; Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi; Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður SFS; Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara. Óðinn Gestsson boðaði forföll.
Fundarritari var Skúli S. Ólafsson

Þetta var gert:

Leikskólamál.

1. Leikskólastefnan - 2005-08-0046.

Sigurlína Jónasdóttir ræddi leikskólastefnuna sem unnin var í vetur. Nefndarmenn gerðu engar athugasemdir við stefnuna og skoðast hún samþykkt frá hendi nefndarinnar.

2. Önnur leikskólamál

Rætt var um stöðu mála í leikskólum sveitarfélagsins. Almennt er staðan góð. Að venju eru nokkur ársgömul börn á biðlista á Ísafirði en laus pláss eru á Bakkaskjóli.

Grunnskólamál.

3. Grunnskólastefnan

Farið var í gegnum hugmyndalista sem gengið hefur starfsmanna og nefndarmanna á milli á netinu undanfarið. Ákveðið var að ræða stefnuna í heild sinni á sérstökum vinnufundi í næstu eða þarnæstu viku.

4. Skýrsla um skólahald í GÍ

Skarphéðinn Jónsson lagði fram Skýrslu um skólahald í GÍ. Sjá meðfylgjandi gögn.

5. Námsvísir í GÍ

Skarphéðinn Jónsson lagði fram Námsvísi 2005-2006 fyrir GÍ. Sjá meðfylgjandi gögn.

6. Stöðugildi í GÍ

Skarphéðinn Jónsson lagði fram yfirlit yfir stöðugildi í GÍ. Sjá meðfylgjandi gögn. Þar er gert ráð fyrir 19,66 stg. sem er tæpum tveimur stg. meira en forsendur fjárhagsáætlunar ganga út frá. Vakin er athygli á því að 0,65 stg. liðveislu í Dægradvöl sem fram til þessa hafa verið skráð á félagsþjónustuna eru nú skráð á GÍ. Um leið fækkar því stg. við félagsþjónustuna sem því nemur. Með endurskipulagningu ræstingar hefur tekist að spara nokkurt fé auk þess sem deildarstjórum hefur fækkað um einn frá því sem var í fyrra. Skarphéðinn telur þörf skólans vera 20 stg og sé því þörfin yfir tveimur stg. meiri en krafist er í fjárhagsáætlun. Fræðslunefnd hyggst bíða eftir niðurstöðum greiningarstöðvar þar til frekari ályktanir verða gerðar.

7. Tímaúthlutun við grunnskóla

Iðunn Antonsdóttir rakti niðurstöður fundar með skólastjórum varðandi tímaúthlutun. Niðurstöður eru óbreyttar m.v. það sem rætt var um í vor.

8. Kennararáðningar, staðan nú

Iðunn gerði grein fyrir stöðu mála varðandi kennararáðningar. Staða mála við GÍ, GS og GÖ er með besta móti hvað varðar fjölda réttindakennara. Á Þingeyri á eftir að manna í eina og hálfa stöðu kennara.

9. Flutningur nema á milli skólahverfa

Iðunn gerði grein fyrir umsóknum um flutning nemenda á milli skólahverfa.

10. Mötuneytismál - 2005-07-0028.

Skúli S. Ólafsson kynnti greinargerð sína og Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings um miðlægt mötuneytiseldhús í GÍ. Sjá meðfylgjandi gögn. Samningar verða undirritaðir miðvikudaginn 24. ágúst n.k.

Tónlistarskólamál - 2005-07-0002.

11. Samningur við Menntaskólann á Ísafirði

Lagt fram til kynningar. Skólastjórar TÍ og LRÓ verða boðaðir til fundar með fræðslunefnd á næstunni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.

Kolbrún Sverrisdóttir Elías Oddsson

Jens Kristmannsson Skúli S. Ólafsson,

Sigríður Steinunn Axelsdóttir Iðunn Antonsdóttir