Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar

221. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 14. júní kl. 16:00 kom fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Óðinn Gestsson, Jens Kristmannsson, Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður SFS, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, Sigrún Sigvaldadóttir fulltrúi foreldraráða grunnskólanna, Sigríður Steinunn Axelsdóttir fulltrúi kennara og Sonja Thompson, leikskólastjóri.
Fundarritari var Skúli S. Ólafsson

Þetta var gert:

Leikskólamál.

1. Leikskólastefnan

Sigurlína Jónasdóttir fór yfir greinargerð með leikskólastefnu sem unnin hefur verið í vetur. Stefnan og greinargerð með henni hefur verið aðgengileg á heimasíðu Ísafjararðarbæjar í einn mánuð án þess að athugasemdir hafi borist. Stefnt er að því að lokaumræða um leikskólastefnuna fari fram í ágúst.

2. Ályktun vegna fyrirspurnar um breytingu á opnunartíma

Lagt fram bréf frá Sigurlínu Jónasdóttur þar sem brugðist er við bókun síðasta fundar um opnun leikskóla á Flateyri og Suðureyri. Leikskólafulltrúi og leikskólastjórar fallast á að kanna forsendurnar fyrir þessum breytingum.

3. Fræðslunefnd boðið í heimsókn

Sonja Thompson bauð fræðslunefnd í heimsókn á leikskólana í haust til þess að kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram.

Grunnskólamál.

4. Grunnskólastefnan

Skúli gerði grein fyrir fundi á þriðjudaginn með kennurum í GÍ þar sem stefnan var kynnt. Engar athugasemdir hafa borist við drögin þann mánuð sem þau hafa verið aðgengileg á netinu. Stefnt er að því að lokaumræða um grunnskólastefnuna fari fram í ágúst.

5. Samræmd próf

Nefndarmenn kynntu sér niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum sveitarfélagsins.

6. Kennslustundir við Grunnskólann á Flateyri og drög að starfsáætlun

Lögð fram fyrirspurn Iðunnar Antonsdóttur og Skarphéðins Ólafssonar um að vikulegar kennslustundir verði að lágmarki 155 talsins. Einnig lögð fram drög að starfsáætlun. Sjá meðfylgjandi gögn. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðnina

7. Fréttabréf Grunnskólans á Suðureyri

Lagt fram til kynningar.

8. Fundur með kennurum í GÍ

Nefndarmenn ræddu fundinn með kennurum í GÍ s.l. þriðjudag. Lýstu þeir ánægju sinni með fundinn. Í framhaldi af fundinum óskar nefndin eftir greinargerð starfsfólks SFS um það hvernig þjónustu skrifstofunnar við grunnskóla sveitarfélagsins er háttað.

Tónlistarskólamál.

9. Samningur við Menntaskólann á Ísafirði

Skúli S. Ólafsson kynnti samning MÍ við tónlistarskólana í sveitarfélögunum á norðanverðum Vestfjörðum. Sjá meðfylgjandi gögn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.

Svanlaug Guðnadóttir, formaður.

Kolbrún Sverrisdóttir Jens Kristmannsson

Sigríður Steinunn Axelsdóttir Elías Oddsson

Óðinn Gestsson Skúli S. Ólafsson