Félagsmálanefnd
259. fundur.
Árið 2005, þann 4. október kl. 16:30 kom félagsmálanefnd saman í
fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg
Hjartarson, Gréta Gunnarsdóttir og Helga Sigurgeirsdóttir. Ennfremur sátu fundinn Anna
Valgerður Einarsdóttir og Erna Stefánsdóttir starfsmenn Skóla- og
fjölskylduskrifstofu.
Fundargerð ritaði Anna V. Einarsdóttir.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
2. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og gjaldskrá. 2005-08-0023.
Lögð fram drög að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra samkvæmt beiðni bæjarráðs dags. 18. ágúst sl. Félagsmálanefnd mælir með við bæjarstjórn að framlögð drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra verði samþykkt. Eins og framlögð gögn bera með sér munu hugsanlegar tekjur vegna ferðaþjónustu fatlaðra verða óverulegar og að mestu leyti komnar frá þremur einstaklingum. Í ljósi þessa mælir félagsmálanefnd eindregið með því að gjaldtöku fyrir ferðaþjónustu fatlaðra verði hætt.
3. Gjaldskrá heimaþjónustu. 2005-03-0018.
Umfjöllun frestað til næsta reglulega fundar félagsmálnefndar.
4. „Málefni innflytjenda“ kynning á skýrslu félagsmálaráðuneytisins. 2005-09-0034.
Lögð fram skýrsla nefndar um aðlögun innflytjenda í íslensku samfélagi. Skýrslan er í bókarformi nefndarmönnum til útláns.
Lagt fram til kynningar
5. Innflytjendaráð. 2005-09-0068.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um tilnefningu Védísar Geirsdóttur, fulltrúa í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar, sem varafulltrúa í innflytjendaráð.
Lagt fram til kynningar.6. Bréf frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram bréf frá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar um stöðu málaflokka fyrir tímabilið janúar til ágúst 2005.
Lagt fram til kynningar.7. Niðurgreiðsla dagvistargjalda.
Lagt var fram yfirlit yfir viðmiðunarmörk tekna hjá Ísafjarðarbæ til lækkunar dagvistargjalda leikskóla.
Lagt fram til kynningar.8. Umsókn til Jöfnunarsjóðs um endurgreiðslu húsaleigubóta. 2005-03-0098.
Lagt fram bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurgreiðslu á húsaleigubótum í Ísafjarðarbæ á 3. ársfjórðungi 2005.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitð kl. 18:45.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Védís J. Geirsdóttir. Helga Sigurgeirsdóttir
Gréta Gunnarsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson.
Erna Stefánsdóttir Anna V. Einarsdóttir