Félagsmálanefnd

257. fundur.

 

Árið 2005, þann 20. september kl. 16:30 kom félagsmálanefnd saman í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Gréta Gunnarsdóttir og Helga Sigurgeirsdóttir. Anna Valgerður Einarsdóttir og Erna Stefánsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundargerð ritaði Anna V. Einarsdóttir.

Þetta var gert:

1. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.

2. Málþing sveitarfélaga um velferðarmál –"Velferð frá vöggu til grafar". 2005-08-0061.

Kynnt málþing á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um velferðarmál – "Velferð frá vöggu til grafar", sem haldið verður í Kópavogi 29. september nk.

Félagsmálanefnd ákveður að senda fulltrúa á málþingið.

3. Fundur um málefni fatlaðra.

Sagt frá fundi á vegum Fjölskylduskrifstofu félagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra þann 26. september nk.

Lagt fram til kynningar

4. Samningur við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. 2005-08-0048.

Lögð fram bókun bæjarráðs þar sem samþykkt er að gera samning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, samkvæmt tillögu félagsmálanefndar.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitð kl. 17:45.

 

Kristjana Sigurðardóttir, formaður.

Védís J. Geirsdóttir. Helga Sigurgeirsdóttir.

Gréta Gunnarsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson.

Erna Stefánsdóttir. Anna V. Einarsdóttir.