Félagsmálanefnd

256. fundur.

Árið 2005, þriðjudaginn 6. september kl. 16:30 kom félagsmálanefnd saman í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Hörður Högnason og Gréta Gunnarsdóttir. Jafnframt mætti Erna Stefánsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundargerð ritaði Védís Geirsdóttir.

Þetta var gert:

1. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.

2. Yfirlit yfir húsaleigubætur ársins.

Lagt fram til kynningar yfirlit frá starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu vegna greiddra húsaleigubóta fyrstu átta mánuði ársins.

3. Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð ársins.

Lagt fram til kynningar yfirlit frá starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu vegna greiddrar fjárhagsaðstoðar fyrstu sjö mánuði ársins.

4. Beiðni um styrk frá æfingarstöð SLF - Reykjadal málsnr. 2005-08-0048.

Lagt fram erindi dagsett 23. ágúst 2005 frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra með beiðni um samning til þriggja ára við Ísafjarðarbæ vegna sumardvalar fatlaðra barna. Félagsmálanefnd vísar beiðni um samning til bæjarráðs, en samþykkir að greiða fyrir þrjár dvalarvikur barna með lögheimili í Ísafjarðarbæ á liðnu sumri alls kr. 75.000,-.

5. Mat á forvarnastarfi Vá-Vest hópsins 1996-2004.

Albertína Elíasdóttir, félagsfræðingur, kynnti niðurstöður B.A.-verkefnis síns sem var úttekt á forvarnastarfi Vá-Vest.

Félagsmálanefnd þakkar Albertínu fróðlega kynningu, nefndin telur niðurstöður hennar athyglisverðar og gefa tilefni til endurmats á aðferðum við forvarnir í sveitarfélaginu.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18.15.

 

Kristjana Sigurðardóttir, formaður.

Védís Geirsdóttir. Gréta Gunnarsdóttir.

Hörður Högnason. Jón Svanberg Hjartarson.

Erna Stefánsdóttir.