Félagsmálanefnd
254. fundur.
Árið 2005, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 16:30 kom félagsmálanefnd
saman á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á
Ísafirði.
Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg
Hjartarson og Gréta Gunnarsdóttir. Hörður Högnason mætti ekki og enginn mætti í
hans stað. Jafnframt mætti Margrét Geirsdóttir starfsmaður Skóla- og
fjölskylduskrifstofu. Fundargerð ritaði Védís Geirsdóttir.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
2. Upplýsingar úr skýrslu með samanburði á kostnaði í félagsþjónustu sveitarfélaga árið 2004.
Lögð fram til kynningar.
3. Ársskýrsla félagsþjónustu Kópavogs.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla félagsþjónustu Kópavogs.
4. Niðurgreiðsla dagvistargjalda. Ný viðmiðunarmörk.
Lögð fram til kynningar.
5. Bréf frá Vinnueftirliti ríkisins vegna aðgengismála á Sunnuhlíð, Suðureyri, 2005050040.
Lögð fram bréf dags. 12. maí 2005 og 6. júní 2005 frá Vinnueftirliti ríkisins vegna aðgengis fatlaðra að dagdeild aldraðra á Suðureyri. Félagsmálanefnd frestar málinu til næsta fundar en felur jafnframt starfsmanni að ræða við húseiganda.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17.45.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Védís Geirsdóttir. Gréta Gunnarsdóttir.
Margrét Geirsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson.