Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
462. fundur
Árið 2005, mánudaginn 19. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði
15/12. 11. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. liður. Tillaga nefndarinnar um breytingar á 2. hæð í sundhöll og um kaup á
tveimur færanlegum kennslustofum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
2. liður. Tillaga nefndarinnar um niðurrif á sviði í sal Grunnskólans á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Annað í fundargerðinni lagt fram til kynninga.
Hafnarstjórn 15/12. 110. fundur.
1. liður. Bæjarráð samþykkir sölu hafsögubáts með tilvísun til samþykktar
hafnarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 13/12. 118. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. - Ósk um viðræður um leiðréttingu launa.
Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga dagsett 9. desember s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um leiðréttingu launa, með tilvísun til kjara- samninga Eflingar og Reykjavíkurborgar nú fyrir stuttu síðan.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Verkalýðsfélags Vestfirðinga til Launanefndar sveitarfélaga, sem hefur á hendi samningsumboð Ísafjarðarbæjar.
3. Bréf Guðmundar Hjaltasonar. - Umsókn um vínveitingaleyfi. 2005-01-0092.
Lagt fram bréf frá Guðmundi Hjaltasyni, Fjarðarstræti 38, Ísafirði, dagsett 12. desember s.l., vegna umsóknar um vínveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarritara vegna umsóknarinnar.
Bæjarráð samþykkir veitingu vínveitinagaleyfis til eins árs til veitingastaðarins Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði, að fenginni umsögn lögreglustjórans á Ísafirði. Leyfið er unnt að afturkalla án skaðabótaskyldu fyrir Ísafjarðarbæ. Hér er um almennt ákvæði að ræða.
4. Bréf Aðlöðunar ehf., Sundstræti 45, Ísafirði. - Beiðni um gjaldfrest vegna fasteignagjalda.
Lagt fram bréf frá Aðlöðun ehf., Ísafirði, dagsett 12. desember s.l., þar sem fyrirtækið óskar eftir gjaldfresti vegna greiðslu á fasteignagjöldum í nokkra mánuði, vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði félagsins að Sundstræti 45, Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og gera bæjarráði grein fyrir þeim viðræðum.
5. Bréf bæjartæknifræðings. - Hlutverk Eignarsjóðs Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 14. desember s.l., er varðar hlutverk Eignarsjóðs Ísafjarðarbæjar. Með bréfinu fylgir hugsanleg skilgreining fyrir Eignarsjóðinn.
Bæjarráð óskar umsagnar sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar, um skilgreinungu Eignarsjóðs.
6. Bréf Ungmennafélags Íslands. - Þakkarbréf.
Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 24. nóvember s.l., þar sem greint er frá samþykkt tillögu á 44. sambandsþingi UMFÍ, þar sem bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar er þakkaður sá velvilji og stuðningur, sem hún sýnir nýju starfi svæðisfulltrúa UMFÍ á Vestfjörðum.
Bæjarráð þakkar bréf Ungmennafélags Íslands.
7. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 12. desember s.l., með hjálagðri 52. fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 9. desember s.l.
Með tilvísun til 1. liðar í 52. fundargerð heilbrigðisnefndar, umfjöllun um erindi Ísafjarðarbæjar, óskar bæjarráð eftir svari við bréfi Ísafjarðarbæjar um gjaldskrá eftirlitsins og endurskoðun hennar, á þann hátt að gjaldskráin endurspegli, sem næst raunkostnað við þjónustu embættisins.
8. Bfréf allsherjarnefndar Alþingis. - Frumvarp til almennra hegningarlaga.
Lagt fram bréf frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 12. desember s.l., er varðar frumvarp til almennra hegningarlaga, 365. mál, heimilisofbeldi. Nefndin óskar umsagnar sveitarfélagsins á frumvarpinu og er þess óskað að umsögn berist eigi síðar en 12. janúar 2006 til nefndasviðs Alþingis.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar.
9. Bréf félagsmálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra barna.
Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 14. desember s.l., er varðar frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra barna, 389. mál. Æskir nefndin umsagnar sveitarfélagsins um frumvarpið og að svar berist eigi síðar en 12. janúar 2006.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:03
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.