Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
461. fundur
Árið 2005, mánudaginn 12. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæ, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006.
Til umræðu var frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2006, er lögð verður fyrir fund bæjarstjórnar þann 15. desember n.k., til síðari umræðu. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, sat fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Fram eru lagðar þær breytingartillögur sem borist hafa við frumvarp að fjárhags- áætlun ársins 2006 frá meirihluta bæjarstjórnar og bæjarfulltrúum Samfylkingar.
Bæjarráð vísar framlögðum tillögum til afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 15. desember n.k.
2. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 7/12. 63. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.
Félagsmálanefnd 6/12. 262. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 6/12. 109. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 1/12. 10.
fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 7/12. 223. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf Kristjáns Ólafssonar hrl. - Ísafjarðarvegur 6, Hnífsdal. 2005-06-0089.
Lagt fram bréf frá Kristjáni Ólafssyni hrl., Reykjavík, dagsett
30. nóvember s.l., er varðar væntanleg kaup Ísafjarðarbæjar á fasteignum að
Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal og að Ísafjarðarbær leysi til sín að auki
erfðafestuland.
Hugmynd um kaupverð eigna er kr. 3.500.000.- og að auki að Ísafjarðarbær láti í
té eina byggingarlóð úr landinu, sem núverandi eigandi eða erfingjar mættu nýta og
væri lóðin án gatnagerðargjalda. Byggingarréttur á þeirri lóð stæði í allt
að fimm ár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
4. Minnisblað bæjartæknifræðings og bæjarritara. - Mál er varðar veitingastaðinn Langa Manga, Ísafirði. 2005-11-0038.
Lagt fram minnisblað bæjartæknifræðings og bæjarritara
dagsett 8. desember s.l., er varðar erindi Erlings Tryggvasonar f.h. íbúa að
Aðalstræti 24, Ísafirði, dagsett í nóvember s.l., vegna veitingastaðarins Langa
Manga að Aðalstræti 22, Ísafirði. Í bréfi Erlings er fjallað um ónæði af
rekstri veitingastaðarins um nætur.
Í minnisblaði bæjartæknifræðings og bæjarritara kemur fram að skemmtanaleyfi, sem
jafnframt takmarkar opnunartíma staðarins, er gefið út af lögreglustjóranum á
Ísafirði og því í hans valdi að gera breytingar á því leyfi ef þurfa þykir.
Húsnæði það sem veitingastaðurinn er í er skilgreint sem verslunar- og
þjónustusvæði samkvæmt skipulagi.
Lagt fram til kynningar.
5. Drög að erindisbréfi fyrir stjórn Byggðasafns Vestfjarða.
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir stjórn Byggðasafns Vestfjarða unnin af framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum. Drög að erindis-bréfinu hafa verið send Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi.
Bæjarráð vísar erindisbréfinu til staðfestingar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Vestfjarðsýning í Perlunni vorið 2006.
Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 2. desember s.l., ásamt erindi frá Markaðsstofu og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, varðandi þátttöku í Vestfjarðasýningu í Perlunni vorið 2006. En áhugi er fyrir að efna til slíkrar sýningar í Perlunni dagana 5. til 7. maí 2006.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar og menningarmálanefndar til umsagnar.
7. Bréf Golfklúbbs Ísafjarðar. - Ársskýrsla og ársreikningur.
Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 29. nóvember
s.l., ásamt ársskýrslu klúbbsins fyrir árið 2005 og ársreikningi fyrir
rekstrartímabilið frá 1. október 2004 til 30. september 2005, sem er rekstrarár
Golfklúbbs Ísafjarðar.
Í lok bréfsins þakkar formaður Golfklúbbsins bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir
gott samstarf og góðan skilning á nauðsyn golfíþróttarinnar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar fyrir ársskýrslu og ársreikning Golfklúbbsins. Lagt fram til kynningar.
8. Tillaga um skiptingu byggðakvóta 2005/2006. - Drög að úthlutunarreglum. 2005-06-0041.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 9. desember s.l., ásamt
tillögu að skiptingu byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006 og reglum þar að
lútandi. Málið var fyrst tekið fyrir í formi tillögu á 455. fundi bæjarráðs.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þeim 409 þorskígildislestum er komu í
hlut Ísafjarðarbæjar verði skipt á milli einstakra byggðalaga sem hér segir.
Ísafjörður fær vegna skel- og rækjubáta 140 þorskígildislestir og vegna annarra 51
þorskígildislest. Hnífsdalur fær 37 þorskígildislestir, Þingeyri 79
þorskígildislestir, Suðureyri 51 þorskígildislest og Flateyri 51 þorskígildislest.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á úthlutunarreglum í samræmi við umræður á fundinum og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Ingi Þór Ágústsson. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.