Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
458. fundur
Árið 2005, mánudaginn 28. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2006.
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2006. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, er mættur á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 1. desember n.k.
2. Fundargerð nefndar.
Fræðslunefnd 22/11. 229. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.
Íþrótta- og tómstundanefnd 23/11. 53. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - október 2005. 2005-06-0027.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 24. nóvember s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - október 2005.
Lagt fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2006.
Lögð fram fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2006, er samþykkt var á stjórnarfundi félagsins þann 24. nóvember s.l. Í áætluninni er gert ráð fyrir fjárþörf til rekstrar að upphæð kr. 33,3 milljónir.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 3. desember n.k., samhliða fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar.
5. Snorraverkefnið. - Beiðni um styrk. 2005-11-0095.
Lagt fram bréf frá Ástu Sól Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, dagsett 21. nóvember s.l. Í bréfinu er stuttlega gerð grein fyrir verkefninu og óskað er eftir að Ísafjarðarbæ leggi verkefninu lið og styrki það um kr. 100.000.-
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boð á afmælisráðstefnu. - Dagskrá. 2055-11-0046.
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. móttekið 24. nóvember s.l., er varðar boð á afmælisráðstefnu sambandsins þann 2. desember n.k., í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun þess. Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Lýðræði í sveitarfélögum - fjöregg eða fögur orð". Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf F.O.S. Vest. - Samræming kjarasamninga. 2005-11-0096.
Lagt fram bréf Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum dagsett þann 23. nóvember s.l., er varðar beiðni félagsins um að samningur félagsins við Launanefnd sveitarfélaga f.h. Ísafjarðarbæjar, verði samræmdur samningum félaga opinberra starfsmanna, samningum er gerðir hafa verið eftir samning F.O.S. Vest.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi F.O.S. Vest til Launanefndar sveitarfélaga, sem hefur samningsumboð Ísafjarðarbæjar.
8. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Endurskoðun Jöfnunarsjóðs. 2005-11-0049.
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 7. nóvember s.l., er varðar endurskoðun III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Í bréfinu er óskað eftir athugasemdum og ábendingum sveitarfélaga og berist þær Jöfnunarsjóði fyrir 7. desember nk.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að taka saman athugasemdir Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir bæjarráð þann 5. desember n.k.
9. Bréf Latabæjar ehf. - Orkuátak 2006. 2005-11-0079.
Lagt fram bréf frá Latabæ ehf., dagsett 17. nóvember s.l., er varðar ,,Orkuátak 2006 - virkjum orku komandi kynslóða". Orkuátakinu er skipt í þrjá megin þætti, það er Orkubókina, kynningarherferð og sjónvarpsþætti. Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ í verkefnið að upphæð kr. 100.000.-
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið og verður styrkur greiddur á árinu 2006.
10. Bréf Sæfara, Ísafirði. - Niðurfelling fasteignagjalda. 2005-11-0099.
Lagt fram bréf frá Sæfara, félagi áhugamanna um sjósport á Ísafirði dagsett 8. nóvember s.l. Í bréfinu er óskað eftir því við Ísafjarðarbæ, að fasteignagjöld félagsins af fasteignunum Suðurtanga 2, húsnæði og slippur, verði felld niður á móti framlagi Sæfara við gerð sjóvarnargarðs til varnar Neðstakaupstað og gegn framlagi Sæfara við námskeiðahald fyrir börn.
Bæjarráð bendir á að Sæfari getur með greinargerð sótt um afslátt af álögðum fasteignagjöldum eins og önnur félagasamtök í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð vísar öðrum liðum bréfsins til Héraðssambands Vestfirðinga.
11. Bréf Gámaþjónustu Vestfjarða. - Hreinsunarátak á brotajárni. 2005-11-0098.
Lagt fram bréf Gámaþjónustu Vestfjarða dagsett 23. nóvember s.l., er varðar hreinsunarátak á brotajárni við Djúp og boð Gámaþjónustunnar og Hringrásar í Reykjavík, til Ísafjarðarbæjar, um að gerður verði samningur um átakið sem byggður er á tilboði félaganna.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
12. Bréf Hænis, félags stúdenta í skipulagsfræðum og landslagsarkitektúr. 2005-11-0097.
Lagt fram bréf Hænis, félags stúdenta í skipulagsfræðum og landslagsarkitektúr dagsett 15. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar erlendis næsta vor.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
13. Afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til Þjóðskrár. - Lögheimilisflutningur.
Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Þjóðskrár dagsettu 14. nóvember s.l., vegna lögheimilisskráningar að Brekku í Brekkudal, Dýrafirði.
Lagt fram til kynningar.
14. Minnisblað bæjarstjóra. - Sjúkraflutningar. 2003-11-0062.
Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. nóvember s.l., varðandi uppsögn samninga um sjúkraflutninga á milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ/heilbrigðisráðuneytis. Bæjarstjóri gerir að tillögu sinni að samningnum verði sagt upp.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um uppsögn samningsins.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:46.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.