Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
456. fundur
Árið 2005, mánudaginn 14. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Atvinnumálanefnd 9/11. 59. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 8/11. 228. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 8/11. 108. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 9/11. 221. fundur.
Fundargerðin er í fimmtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Minnisblað bæjarritara - Útboð aksturs almenningsvagna í Ísafjarðarbæ - skólaakstur í Skutulsfirði. 2005-09-0066.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. nóvember s.l., er varðar útboð almenningsvagna í Ísafjarðarbæ - skólaakstur í Skutulsfirði. Í minnisblaðinu er fjallað um gildandi tímaáætlanir almenningssamgangna í Skutulsfirði.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, vék af fundi undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði útboð á akstri almenningsvagna í Ísafjarðarbæ -skólaakstur í Skutulsfirði, með þeirri breytingu á tímaáætlun, sem kynnt var í bæjarráði.
3. Kauptilboð í sumarhús að Grundarstíg 10 og Vallargötu 5, Flateyri. 2005-11-0065; 2005-11-0063.
Lagt fram kauptilboð í sumarhús að Grundarstíg 10 á Flateyri, að
upphæð kr. 2.400.000.-, tilboðsgjafar eru Sigurður G. Sverrisson og Halla Signý
Kristjánsdóttir, kauptilboð sem samþykkt hefur verið af Ísafjarðarbæ með
fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Með samþykki bæjarráðs er jafnframt lagt fram kauptilboð, er ekki var í dagskrá,
í sumarhús að Vallargötu 5 á Flateyri, að upphæð kr. 2.400.000.-, tilboðsgjafi er
Ólafur Rúnar Sigurðsson, kauptilboð sem samþykkt hefur verið af Ísafjarðarbæ með
fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir ofangreind kauptilboð í Grundarstíg 10 og Vallargötu 5, Flateyri.
4. Bréf Sóknarnefndar Mýrasóknar. - Styrkbeiðni. 2005-11-0040.
Lagt fram bréf frá Sóknarnefnd Mýrasóknar dagsett 3. nóvember s.l., þar sem sótt er um styrk til Ísafjarðarbæjar vegna stækkunar/lagfæringa á Mýrakirkjugarði í Dýrafirði. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 192.000.-.
Bæjarráð vísar erindi bréfsins til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
5. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boð á afmælisráðstefnu sambandsins. 2005-11-0046.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. nóvember s.l., varðandi boð á afmælisráðstefnu Samb. ísl. sveitarf. er haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík þann 2. desember n.k. Ráðstefnan mun standa frá kr. 10:00 til kl. 15:00. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnir og stjórnendur sveitarfélaga, eru hvattir til að taka þátt í ráðstefnunni.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf Félagsbæjar, félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri. 2005-11-0052.
Lagt fram bréf frá Félagsbæ, félags- og menningarmiðstöð á Flateyri, dagsett þann 9. nóvember s.l., þar sem sótt er um framlag frá Ísafjarðarbæ að fjárhæð kr. 1.000.000.-, til að geta klárað þær skuldir, sem hvíla á neðrihæð Hafnarstrætis 11 á Flateyri, vegna lagfæringa og búnaðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:48.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.