Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
454. fundur
Árið 2005, mánudaginn 31. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Fræðslunefnd 25/10. 227. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 25/10. 117. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 26/10. 220. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 26/10. 3.
fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 27/10. 9.
fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Fjarðargata 5, Þingeyri. 2005-03-0104.
Lagt fram bréf Jóhönnu Gunnarsdóttur, Þingeyri, dagsett 19.
október s.l., þar sem hún fellur frá kauptilboði sínu í Fjarðargötu 5, Þingeyri.
Jafnframt lagt fram bréf frá Wouter Van Hoeymissen, Belgíu, dagsett 27. september s.l.,
þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um endurbyggingu Fjarðargötu 5 á Þingeyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Wouter Van Hoeymissen.
3. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Sorphirða í Ísafjarðarbæ. 2005-10-0064.
Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 24. október s.l., er varðar sorphirðu í Ísafjarðarbæ og samning við Gámaþjónustu Vestfjarða. Í bréfinu er óskað eftir áliti bæjarráðs á því hvort segja eigi upp gildandi verksamningi eða framlengja hann um eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að samningnum verði sagt upp og verkið verði boðið út.
4. Ályktun svæðisþings tónlistarskólakennara á Norður- og Austurlandi.
Lögð fram ályktun frá svæðisþingi tónlistarskólakennara á Norður- og Austurlandi, er haldið var þann 23. september s.l. á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Stígamóta. - Styrkbeiðni vegna ársins 2006. 205-10-0067.
Lagt fram bréf Stígamóta dagsett 19. október s.l., varðandi styrkbeiðni fyrir starfsárið 2006. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 með upplýsingum úr ársreikningi ársins 2004 og fjárhagsáætlun ársins 2005.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
6. Bréf Rúnars Óla Karlssonar. - Verkefnið Usevenue. 2005-10-0077.
Lagt fram bréf Rúnars Óla Karlssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. október s.l., varðandi evrópuverkefnið Usevenue, um þróun viðburða til að fjölga ferðamönnum í samstarfslöndunum.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005. 2005-09-0005.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. október s.l., er varðar fjármála-ráðstefnu sveitarfélaga 2005, er haldin verður dagana 10. og 11. nóvember n.k., að Nordica Hotel í Reykjavík. Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.
Lagt fram til kynningar.
8. Símskeyti frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri.
Lagt fram símskeyti frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, dagsett 26. október s.l., þar sem hann sendir íbúum Ísafjarðarbæjar og þó sérstaklega Flateyringum innilegar kveðjur nú þegar minnst er náttúruhamfaranna, sem urðu á Flateyri fyrir 10 árum.
Bæjarráð þakkar kveðju Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra.
9. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - september 2005. 2005-06-0027.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 28. október s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - september 2005.
Lagt fram til kynningar.
10. Bréf Jóns Björnssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði.
Lagt fram bréf frá Jóni Björnssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. október s.l., þar sem hann ræðir húsnæðisvanda Félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði og gerir tillögu um lausn. Jón Björnsson mætti á fund bæjarráðs undir 10. lið. Í bréfinu er lagt til að tekinn verði á leigu tímabundið hluti húsnæðis ,,Sjallans" við Hafnarstræti á Ísafirði fyrir starfsemi Félagsmiðstöðvar.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa.
11. Bréf Jóns Björnssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Endurskoðun rekstraráætlunar Skíðasvæðisins á Ísafirði.
Lagt fram bréf Jóns Björnssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa, dagsett 28. október s.l., varðandi ósk um endurskoðun rekstraráætlunar Skíðasvæðis á Ísafirði, vegna yfirstandandi rekstrarárs. Jón Björnsson sat einnig fund bæjarráðs undir 11. lið.
Bæjarráð bendir á, að fyrir liggur að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var verulega skorið niður í fjárveitingum til skíðasvæðisins ef mið er tekið af fjárveitingum undangenginna ára. Snemma á þessu ári lá fyrir að miðað við óbreyttar rekstrarforsendur yrði kostnaður við skíðasvæðið umtalsvert hærri en fjárheimildir sögðu til um. Í bréfi Jóns Björnssonar eru settar fram nokkra meginástæður fyrir því að endurskoða rekstaráætlunina.
Með tilvísun til bréfs Jóns Björnssonar, fellst bæjarráð á
ósk um endurskoðun rekstraráætlunar Skíðasvæðis og vísar henni til endurskoðunar
á fjárhagsáætlun ársins 2005.
Bæjarráð heimilar að undirbúningur að vetraropnun hefjist nú í nóvember n.k.
12. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók samþykkt af bæjarráðs.
13. Áfram á hreyfingu. 2005-10-0030.
Lagt fram bréf vegna útgáfu fræðsluefnis um hreyfingu fyrir parkinsonsjúklínga undir heitinu ,,Áfram á hreyfingu". Leitað er eftir styrk vegna útgáfu bæklings og mynd- bands, sem áætlað er að komi út í janúar á næsta ári.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
14. Umsögn um drög að byggðaáætlun 2006-2009. 2005-10-0033.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram tillögu að umsögn Ísafjarðarbæjar, um drög að byggðaáætlun Byggðastofnunar fyrir tímabilið 2006-2009. Jafnframt lagði hann fram til upplýsinga umsögn frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.