Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
452. fundur
Árið 2005, mánudaginn 17. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Fræðslunefnd 11/10. 226. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 12/10. 51. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 11/10. 116. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 12/10. 219. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Þróunar- og starfsmenntunarsjóður 10/10. 15. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf bæjarstjóra. - Rammaskipulag hafnarsvæðis á Ísafirði. 2004-08-0044.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. október s.l., varðandi rammaskipulag á hafnarsvæði á Ísafirði og verksamning við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, arkitekt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá uppgjörsmálum við Ólöfu Guðnýju með tilvísun til umræðna í bæjarráði. Bæjarráð vísar drögum að rammaskipulagi á hafnarsvæði til kynningar og umsagnar eftir atvikum, til allra nefnda bæjarfélagsins.
3. Bréf Fjarðanets hf. - Slökkvitækjaþjónusta á Ísafirði. 2005-10-0012.
Lagt fram bréf frá Fjarðaneti hf., Ísafirði, dagsett 3.
október s.l., er varðar ákvörðun félagsins á að koma á fót
slökkvitækjaþjónustu hér á Ísafirði, tengda rekstri Gúmmíbátaþjónustu
Fjarðanets á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram ósk um viðræður við
Ísafjarðarbæ, um að kaupa búnað slökkvitækjaþjónustu Slökkviliðs Ísafjarðar.
Jafnframt er lagt fram bréf slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar varðandi erindið.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
4. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Tekjujöfnunarframlög 2005. 2005-05-0042.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 5. október s.l., er varðar tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs á tekjujöfnunarframlögum til sveitarfélaga á árinu 2005. Fram kemur á meðfylgjandi útreikningsblaði, að Ísafjarðarbær fær ekki tekjujöfnunar- framlag á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.
5. Afrit bréfs Landslaga lögfræðistofu til KNH ehf., Ísafirði. 2004-12-0034.
Lagt fram afrit bréfs Landslaga lögfræðistofu til KNH ehf., Ísafirði, dagsett 10. október s.l., er varðar niðurrif á bílskúr að Fitjateigi 1 í Hnífsdal.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf áhugamannahóps um kaup á sneiðmyndatæki til Ísafjarðar. 2005-10-0015.
Lagt fram bréf frá áhugamannahópi, um kaup á öflugu sneiðmyndatæki, sem staðsett yrði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Í bréfinu er leitað stuðnings við kaup á tækinu, sem er notað en af fullkomnustu gerð og kostar tæpar ellefu milljónir króna með varahlutum, en án uppsetningar og þjálfunar starfsfólks.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 500.000.- og verði fjármögnun vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
7. Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Ráðstöfun styrks. 2004-12-0036.
Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 7. október s.l., þar sem gerð er grein fyrir ráðstöfun styrks, sem félagið fékk frá Ísafjarðarbæ með úthlutun umhverfisnefndar. Skógræktarfélagið þakkar styrkveitinguna, sem og vinnuframlag frá Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
Bréfinu vísað til umhverfisnefndar. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
8. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
Lagðar fram tvær fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. Fundar- gerðirnar eru frá 88. og 89. fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf Byggðastofnunar. - Uppkast að byggðaáætlun fyrir tímabilið 2006-2009. 2005-10-0033.
Lagt fram bréf frá Byggðastofnun þróunarsviði dagsett 10.
október s.l., er varðar undirbúning að byggðaáætlun 2006-2009. Fyrir liggur uppkast
að byggðaáætlun og er sveitarfélögum gefin kostur á að koma athugasemdum og
ábendingum við uppkastið á framfæri við iðnaðarráðuneytið til föstudagsins 21.
október n.k.
Jafnframt er lagt fram uppkast iðnaðarráðuneytis á byggðaáætlun fyrir tímabilið
2006-2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að athugasemdum Ísafjarðarbæjar við uppkastið og leggja fyrir næsta fund bæjarráð.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.
Svanlaug Guðnadóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.