Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
451. fundur
Árið 2005, mánudaginn 10. október kl. 15:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Félagsmálanefnd 4/10. 259. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um ferðaþjónustu
fatlaðra verði samþykktar.
Bæjarráð leggur og til við bæjarstjórn, að gjaldtöku fyrir ferðaþjónustu
fatlaðra verði hætt frá og með 1. nóvember n.k.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 4/10. 225. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf umhverfisráðuneytis. - Hættumat ofanflóða fyrir Suðureyri. 2005-03-0052.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 28. september s.l., er varðar hættumat vegna ofanflóða fyrir Suðureyri við Súgandafjörð. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest þann 30. ágúst s.l., tillögu hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar að hættumati vegna ofanflóða fyrir Suðureyri við Súgandafjörð og var staðfestingin auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar með öðlast gildi.
Lagt fram til kynningar.
3. Bréf umhverfisráðuneytis. - Hættumat ofanflóða fyrir Þingeyri. 2005-03-0053.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 28. september s.l., er varðar hættumat vegna ofanflóða fyrir Þingeyri við Dýrafjörð. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hefur staðfest þann 30. ágúst s.l. tillögu hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar að hættumati vegna ofanflóða fyrir Þingeyri við Dýrafjörð og var staðfestingin auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar með öðlast gildi.
Lagt fram til kynningar.
4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Endurtilnefning í undirnefnd. 2005-07-0017.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. september s.l.,
er varðar endurtilnefningu í undirnefnd til að endurskoða III. kafla laga um
tekjustofna sveitarfélaga.
Í bréfinu kemur fram að Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæ,
hefur nú beðist undan setu í nefndinni vegna anna og tilnefndi stjórn Samb. ísl.
sveitarf. Erlu Friðriksdóttur, bæjarstjóra í Stykkishólmsbæ, í hennar stað.
Lagt fram til kynningar.
5. Bréf Guðrúnar K. Magnúsdóttur, rithöfundar og myndlistarmanns. 2005-10-0019.
Lagt fram bréf frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur, rithöfundi og myndlistarmanni dagsett 4. október s.l., með yfirskriftinni ,,Ljósahátíð og vetrarkomugleði í stað hermdarverka".
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Styrkveiting. 2005-05-0059.
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dagsett 3. október s.l., þar sem tilkynnt er úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ fyrir árið 2005. Fram kemur í bréfinu að Ísafjarðarbæ hefur verið úthlutaður styrkur að fjárhæð kr. 200.000.- vegna útgáfu og kynningar á handbók í barnaverndarmálum.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf kvenfélagsins Brynju á Flateyri. - Félagsheimilið á Flateyri. 2005-09-0001.
Lagt fram bréf frá kvenfélaginu Brynju á Flateyri dagsett 30. september s.l., er varðar bréf Ísafjarðarbæjar frá 15. september s.l. og er vegna fyrirspurnar er borist hefur varðandi hugsanlega sölu á Félagsheimili Flateyrar, en kvenfélagið er einn af eigendum hússins.
Lagt fram til kynningar, en beðið er svara frá öðrum sameignaraðilum.
8. Fornleifastofnun Íslands. - Ljósrit úr ársskýrslu 2005. 2005-03-0051.
Lögð fram ljósrit úr ársskýrslu Fornleifastofnunar Íslands fyrir árið 2004, þar sem greint er frá fornleifauppgreftri á Eyri í Skutulsfirði og fornleifauppgreftri í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.
Lagt fram til kynningar.
9. Erindi til bæjarráðs frá 187. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Svohljóðandi tillögu Björns Davíðssonar var vísað til
bæjarráðs frá 187. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 6. október s.l.
Húseignin Suðurtangi 2 stendur við safnasvæðið í Neðstakaupstað. Ljóst er
að heppilegt er að Ísafjarðarbær eignist þetta húsnæði m. t. t. tillagna að
nýju hafnarskipulagi. Samkvæmt þessu vill bæjarstjórn að þessari eign verði bætt
á lista yfir eignir sem bæjarsjóður vill kaupa af skipulagsástæðum.
Bæjarráð vísar efni tillögunnar til byggingarfulltrúa til skoðunar við endurnýjun á forkauplista Ísafjarðarbæjar yfir fasteignir í Ísafjarðarbæ.
10. Fundur bæjarstjóra með fjárlaganefnd Alþingis 27. september s.l. 2005-09-0012.
Lögð fram gögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá fundi hans með fjárlaga- nefnd Alþingis þann 27. september 2005. Bæjarstjóri gerði og grein fyrir viðræðum sínum við nefndarmenn fjárlaganefndar.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf frá kvenfélaginu Ársól, Suðureyri. - Félagsheimilið á Suðureyri. 2005-07-0033.
Lagt fram bréf frá kvenfélaginu Ársól, Suðureyri, dagsett 4. október s.l., er varðar afstöðu félagsins til hugsanlegrar sölu á Félagsheimilinu Suðureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við meðeigendur Ísafjarðarbæjar að Félagsheimilu Suðureyri á grundvelli umræðna í bæjarráði.
12. Bréf vegna Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ. 2005-10-0018.
Lagt fram bréf dagsett 10. september s.l., frá Sigríði R. Jóhannsdóttur f.h. verkefnisins Heilsuefling í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu er greint frá verkefninu og fylgir því ársskýrsla 2004-2005.
Lagt fram til kynningar.
13. Útboð almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ, skólaakstur í Skutulsfirði. 2005-09-0066.
Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett 7. október s.l., vegna væntanlegs útboðs á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ, skólaakstri í Skutulafirði. Í bréfinu koma fram tillögur frá bæjarritara, um framkvæmd útboðs og samningstíma.
Bæjarráð fellst á tillögur bæjarritara og felur honum að vinna áfram að gerð útboðsgagna.
14. Tillögur bæjarstjóra til bæjarráðs í tengslum við undirbúning fjárhags- áætlunar fyrir árið 2006. 2005-04-0035.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 7. október s.l., varðandi tillögur í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunarvinnu vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Í bréfi bæjarstjóra er komið inn á t.d. gjaldskrár leikskóla, leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags og niðurgreiðslu dagmæðragjalda.
Bæjarráð vísar bréfi bæjarstjóra til félagsmálanefndar og fræðslunefndar til umsagnar.
Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi S-lista, lét bóka eftirfarandi undir þessum lið dagskrár. ,,Undirritaður fagnar framkomnum tillögum frá meirihluta, um endurskoðun reglna um gjaldskrá leikskóla, ásamt niðurgreiðslu til dagmæðra. Eðlilegt er að umræddar tillögur fái faglega umfjöllun í þeim nefndum sem þeim er vísað til."
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:25.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.
Svanlaug Guðnadóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.