Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
449. fundur
Árið 2005, mánudaginn 26. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Almannavarnarnefnd 21/9. 57. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Atvinnumálanefnd 22/9. 58. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 20/9. 257. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf bæjarstjóra. - Möguleg kaup Ísafjarðarbæjar á Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal. 2005-06-0089.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. september s.l., er varðar möguleg kaup Ísafjarðarbæjar á Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal. Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa eiganda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. Bréf Minningarsjóðs Flateyrar. - Samvinna um minningardagskrá. 2005-09-0031.
Lagt fram bréf frá Minningarsjóði Flateyrar dagsett 13. september s.l., er varðar minningarathöfn þann 26. október n.k., þegar tíu ár eru liðin frá hinum hörmulega atburði er snjóflóðið mikla féll á Flateyri. Í bréfinu er gerð grein fyrir fyrirhugaðri dagskrá. Þar sem búast má við að kostnaður vegna minningarathafnar verði talsverður er leitað eftir samvinnu við Ísafjarðarbæ, um þátttöku í þeim kostnaði, sem og framkvæmd dagskrárinnar.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í dagskrá minningarathafnarinnar og samþykkir jafnframt styrk að upphæð kr. 245.000.- sem færður verði á liðinn 21-81-995-1.
4. Bréf Jóhanns Marvinssonar og Gunnvarar Marvinsdóttur. - Forkaupsréttur að jörðinni Heimabæ, Neðri-Arnardal, ásamt íbúðarhúsi. 2005-09-0061.
Lagt fram bréf frá Jóhanni Marvinssyni og Gunnvöru Marvinsdóttur o.fl., dagsett 22. september s.l., þar sem þess er óskað að Ísafjarðarbær taki sem fyrst afstöðu til forkaupsréttar á jörðinni Heimabæ, Neðri-Arnardal, ásamt íbúðarhúsi. Bréfinu fylgja kauptilboð í jörðina og íbúðarhúsið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og frestar ákvörðun til næsta fundar bæjarráðs.
5. Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. - Sjúkraflutningar á landsvísu. 2005-09-0053.
Lagt fram bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna dagsett 15. september s.l., er fjallar um samþykkt stjórnar félagsins, um að sveitarfélögin og heilbrigðisráðuneyti semdu um framkvæmd sjúkraflutninga á landsvísu.
Lagt fram til kynningar.
6. Bréf Fasteignamats ríkisins. - Útgáfa fasteignaskrár 31. desember 2005. 2005-09-0058.
Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins dagsett 22. september s.l., varðandi útgáfu fasteignaskrár 31. desember 2005. Í bréfinu er bent á að sveitarstjórnir séu ábyrgar fyrir því að Fasteignamati ríkisins berist upplýsingar um lönd og lóðir og breytingar á þeim, svo og um öll mannvirki, sem gerð eru í umdæmum þeirra hvers um sig, breytingar á þeim og eyðingu þeirra.
Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:47
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.