Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
448. fundur
Árið 2005, mánudaginn 19. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Umræða um fjármál Ísafjarðarbæjar.
Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, er mættur á fund bæjarráðs.
Lögð var fram tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Í tillögunni er gert ráð fyrir að síðari umræða um fjárhagsáætlun 2006 verði í bæjarstjórn þann 15. desember n.k.
Bæjarráð samþykkir tillögu að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2006.
Fjármálastjóri greindi frá viðræðum við fulltrúa Landsbanka Íslands hf., um lánakjör o.fl.
2. Fundargerð nefndar.
Barnaverndarnefnd 15/9. 60. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 13/9. 224. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 14/9. 50. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarmálanefnd 13/9. 115. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. - Reiðhallarmál. 2005-03-0090.
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 15. september s.l., þar sem greint er frá samþykkt félagsfundar Hestamannafélagsins Hendingar, vegna fyrirhugaðrar byggingar reiðhallar á Söndum í Dýrafirði og reiðhallar í Engidal í Skutulsfirði.
Bæjarráð vísar til bókunar sinnar í 7. lið 447. fundargerðar bæjarráðs frá 12. september s.l., varðandi reiðhallarmál, sem byggð er á bréfi Héraðssambands Vestfirðinga dagsettu 24. ágúst s.l.
4. Bréf Skákfélagsins Hrókurinn. - Bakhjarlastuðningur. 2005-09-0035.
Lagt fram bréf frá Skákfélaginu Hróknum í Reykjavík, ódagsett, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga vegna skólaheimsókna Hróksins til allra sveitarfélaga. Leitað er eftir bakhjarlastuðningi, sem getur numið allt frá kr. 25.000.- upp í kr. 150.000.-
Bæjarráð samþykkir stuðning sem silfurbakhjarl, að upphæð kr. 75.000.- er færist á liðinn 21-81-995-1.
5. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. 2005-09-0034.
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 13. september s.l., dreifibréf með skýrslu nefndar um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi.
Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
6. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga. - Skipan í samráðsnefnd. 2005-09-0033.
Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga dagsett 13. september s.l., þar sem tilkynnt er skipan félagsins í samráðsnefnd v/kjarasamninga. Fulltrúar félagsins eru Pétur Sigurðsson og Helgi Ólafsson.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Kómedíuleikhússins. - Samstarfssamningur. 2005-09-0047.
Lagt fram bréf frá Elvari Loga Hannessyni vegna Kómedíuleikhússins dagsett 14. september s.l., varðandi drög að samstarfssamningi milli menntamálaráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins á Ísafirði. Samningurinn fjalli um uppsetningu íslenskra leikverka, leiklistarhátíð og leiklistarnámskeið svo eitthvað sé nefnt. Bréfinu fylgja upplýsingar og áætlanir er varða Kómedíuleikhúsið.
Bæjarráð tekur vel í ofangreint erindi og vísar því til umfjöllunar hjá menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
8. Bréf bæjarstjóra. - Styrkumsókn kirkjukórs Ísafjarðarkirkju. 2005-04-0092.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 15. september s.l., er varðar styrkumsókn kirkjukórs Ísafjarðarkirkju vegna ferðar til Danmerkur. Bæjarráð fól á fundi sínum 14. júní s.l. bæjarstjóra og formanni menningarmálanefndar að koma með tillögu í málinu. Lagt er til í bréfi bæjarstjóra, að veittur verði styrkur kr. 150.000.- til kórsins og kostnaður færður á liðinn vinabæjarsamskipti nr. 21-75-.
Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu, um styrk að upphæð kr. 150.000.-.
9. Bréf Vestfjarðadeildar Ferðaklúbbsins 4x4. - Húsnæðismál. 2005-09-0002.
Lagt fram bréf Vestfjarðadeildar Ferðaklúbbsins 4x4 dagsett 31. ágúst s.l., fyrirspurn til Ísafjarðarbæjar um hvort Ísafjarðarbær eigi húsnæði til flutnings, er henta mætti deildinni sem skáli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 727. stjórnarfundar.
Lögð fram 727. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var 26. ágúst s.l., að Hótel Héraði á Egilsstöðum.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði, aukafjárveiting. 2005-09-0037.
Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 16. september s.l., er varðar stöðugildi almennra starfsmanna í Grunnskólanum á Ísafirði og beiðni um aukafjárveitingu.
Bæjarráð samþykkir að heimila stöðugildi stuðningsfulltrúa við GÍ í samræmi við beiðni Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
12. Bréf bæjarstjóra. - Hlutafjáraukning í Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf. 2005-06-0077.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. september s.l., varðandi hlutafjáraukningu í Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf. og ósk um heimild til boðunar hluthafafundar í félaginu.
Bæjarráð samþykkir heimild til bæjarstjóra, um boðun hluthafafundar í Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:44.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.