Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
447. fundur
Árið 2005, mánudaginn 12. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði
30/8. 10. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir heimild til nefndarinnar, til að semja við
Teiknistofuna Eik varðandi hönnun lóðar við Grunnskólann á Ísafirði.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri 5/9. 13.
fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 6/9. 256. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra, samkvæmt tillögu félagsmálanefndar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 7/9. 217. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestinga janúar - júlí 2005. 2005-06-0027.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 9. september s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - júlí 2005.
Lagt fram til kynningar.
3. Minnisblað bæjarritara. - Félagsheimilið á Flateyri. 2005-09-0001.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 7. september s.l., er varðar upplýsingabeiðni bæjarráðs um eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Félagsheimilinu á Flateyri og erindi Pjeturs Stefánssonar, myndlistamanns, varðandi hugsanleg kaup hans á eigninni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa meðeigendum um Félagsheimilið á Flateyri og kynna fyrir þeim erindi Pjeturs Stefánssonar, um hugsanleg kaup hans á eigninni.
4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefnan 2005. 2005-09-0005.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 31. ágúst s.l., varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2005, er haldin verður á Nordica Hotel í Reykjavík dagana 10. og 11. nóvember n.k.
Samþykkt var að bæjarráð, bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki ráðstefnuna.
5. Bréf Útgáfufélagsins Frúarinnar ehf. - Styrkbeiðni. 2005-09-0030
Lagt fram bréf frá Útgáfufélaginu Frúnni ehf., dagsett 5. september s.l., varðandi umsókn um styrk vegna útgáfu á ritverkinu ,,Fær í flestan sjó". Styrkfjárhæð miðist við fjölda blaðsíðna í ritverkinu, þar sem fjallað verður um viðkomandi sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir þátttökustyrk, að upphæð kr. 58.000.-.
6. Bréf fjárlaganefndar Alþingis. - Fundur vegna fjárlagagerðar. 2005-09-0012.
Lagt fram bréf fjárlaganefndar Alþingis dagsett 5. september s.l., varðandi fundi sveitarstjórnarmanna með fjárlaganefnd vegna fjárlagagerðar 2006. Sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni 26. eða 27. september n.k.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að mæta á fund nefndarinnar fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
7. Minnisblað bæjarritara. - Reiðhöll á Söndum í Dýrafirði. 2005-09-0019.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 8. september s.l., ásamt umbeðnum gögnum, er bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 5. september s.l., vegna reiðhallar á Söndum í Dýrafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær komi að verkefninu með fyrirvara um fjármagn, sem ætlað verður til þess í fjárhagsáætlun ársins 2006. Tillaga bæjarráðs er háð því, að um er að ræða framlag til einnar reiðhallar í Ísafjarðarbæ, sem hestamannafélögin hafa komið sér saman um að reisa á Söndum í Dýrafirði í stað þess að reisa reiðhöll í Engidal í Skutulsfirði.
8. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Fjárveitingar fyrir nýbúafræðslu. 2005-09-0021.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 7. september s.l., er varðar upplýsingaöflun vegna umsókna sveitarfélaga um framlög úr sjóðnum vegna nýbúafræðslu fyrir fjárhagsárið 2006.
Erindinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra.
9. Bréf Skjólskóga á Vestfjörðum. - Svæðisskipulag. 2005-09-0022.
Lagt fram bréf Skjólskóga á Vestfjörðum dagsett 8. september s.l., til sveitarfélaga, skipulagsnefnda/skipulagsfulltrúa á Vestfjörðum, til kynningar á fyrirhuguðu sérstöku svæðisskipulagi fyrir Skjólskóga á Vestfjörðum.
Erindinu vísað til umhverfisnefndar. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:17.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.