Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
446. fundur
Árið 2005, mánudaginn 5. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fjárhagsáætlun 2005. - Staða einstakra deilda.
Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir stöðu deilda og stofnana Ísafjarðarbæjar með tilliti til fjárhagsáætlunar ársins 2005. Fram kom, að áætlaðar tekjur hafnarsjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun munu ekki nást á þessu ári.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að heimilaðar verði skammtímalántökur, allt að kr. 30 milljónum, til að leysa greiðsluvanda hafnarsjóðs, þar til fyrir liggur niðurstaða endurskoðunarnefndar vegna rekstrar hafnarsjóðs.
2. Fundargerð nefndar.
Atvinnumálanefnd 1/9. 57. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
5. liður b. Bæjarráð bendir á að markaðsskrifstofa Vestfjarða er að hefja störf
og er Ísafjarðarbær aðili að henni. Starfssvið markaðsskrifstofu fellur að því
verkefni, sem atvinnumálanefnd fjallar um.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Barnaverndarnefnd 24/8. 59. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 23/8. 255. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd 30/8. 223. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
4. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, í samræmi við tillögu,fræðslunefndar,
að stöðugildi við Tónlistarskólann á Ísafirði verði 15,58 í stað 15,08, enda
koma til auknar tekjur vegna samnings við Menntaskólann á Ísafirði.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Hafnarstjórn 26/8. 106. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
5. liður. Bæjarráð vísar tillögu hafnarstjórnar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 25/8. 49. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
1. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvernig verkefnið verður
fjármagnað og staðfestingu HSV og hestamannafélaganna Storms og Hendingar á því,
að samstaða sé um byggingu reiðhallar í Dýrafirði í stað þess að reiðhöll
verði byggð í Engidal, Skutulsfirði.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Landbúnaðarnefnd 30/8. 69. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
3. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 24/8. 216. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Bréf bæjarstjóra. - Gamla apótekið. Samningur. 2005-02-0018.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. september s.l., er varðar yfirtöku Ísafjarðarbæjar á rekstri Gamla apóteksins, sem áður hafði verið rekið undir merkjum Gamla hússins. Í bréfi sínu leggur bæjarstjóri til við bæjarráð, að gert verði samkomulag við Gamla húsið á þeim forsendum er fram koma í ofangreindu bréfi bæjarstjóra. Kostnaði sem af því hlýst verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá málinu.
4. Bréf bæjarstjóra. - Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. 2005-06-0077.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. september s.l., er varðar fjárþörf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Í bréfi bæjarstjóra kemur fram tillaga um að bæjarsjóður Ísafjarðarbæjar yfirtaki yfirdrátt FastÍs hjá Landsbanka Íslands, að upphæð kr. 61 milljón og breyti í hlutafé í félaginu. Þá leggur bæjarstjóri til að stjórn FastÍs endurskoði upphæðir á útleigu m.t.t. breytinga á fasteignamarkaði og eftirspurn á leiguhúsnæði í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga bæjarstjóra varðandi yfirtöku Ísafjarðarbæjar á yfirdrætti FastÍs við Landsbanka Íslands verði samþykkt, jafnframt því að skuldinni verði breytt í hlutafé í félaginu.
5. Bréf bæjarstjóra. - Niðurgreiðsla á mat í mötuneyti GÍ. 2005-08-0044.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. september s.l., er varðar niðurgreiðslu á mat í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði. Lagt er til í bréfi bæjarstjóra, að niðurgreiðsla verði kr. 100.- á skammt, sem felur í sér að verðið á hverjum seldum skammti verði kr. 320.- Áætlaður kostnaður miðað við 400 selda skammta á dag í 170 daga er kr. 6,8 milljónir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra verði samþykkt og áætluðum kostnaði verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
6. Bréf bæjarstjóra. - Erindi Benedikts S. Lafleur, Vestfjarðasund. 2005-08-0016.
Lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 2. september s.l., er varðar endurupptöku erindis frá Benedikt S. Lafleur vegna Vestfjarðasunds og styrkbeiðni upp á kr. 50-100.000.- Í minnisblaði sínu leggur bæjarstjóri til að veittur verði styrkur til Benedikts upp á kr. 50.000.-
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu bæjarstjóra til bæjarstjórnar.
7. Bréf bæjarritara. - Starfshópur vegna endurskoðunar á samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ. 2005-06-0049.
Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 1. september s.l., er varðar tilnefningar í starfshóp vegna endurskoðunar á samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ. Tilnefning hefur borist frá sýslumanninum á Ísafirði og leitað hefur verið til aðila, sem fulltrúa hundaeigenda. Óskað er eftir tilnefningu frá Ísafjarðarbæ í starfshópinn.
Bæjarráð samþykkir að Svanlaug Guðnadóttir, bæjarfulltrúi, taki sæti Ísafjarðarbæjar í starfshópnum.
8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Málþing sveitarfélaga um velferðarmál. 2005-08-0061.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. ágúst s.l., varðandi málþing sveitarfélaga um velferðarmál haldið þann 29. september n.k., í Salnum í Kópavogi og stendur frá kl. 9:00-16:00. Óskað er eftir að málþingið verði kynnt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna og félagsmálanefnd, svo og öðrum aðilum sveitarstjórna er málið kann að varða.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
9. Bréf Impru-nýsköpunarmiðstöðvar. - Brautargengi 2005. 2005-08-0064.
Lagt fram bréf Impru-nýsköpunarmiðstöðvar dagsett 25. ágúst s.l., undirritað af Fjólu B. Jónsdóttur, verkefnisstjóra. Í bréfinu er kynnt Brautargengisnámskeið 2005 fyrir konur á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Brautargengis fara þess á leit við Ísafjarðarbæ, að veittur verði fjárstyrkur að fjárhæð kr. 30.000.- vegna hvers þátttakanda frá sveitarfélaginu og verði með því stuðlað að atvinnuuppbyggingu kvenna á svæðinu.
Bæjarráð vísar bréfinu til atvinnumálanefndar til umsagnar.
10. Afrit bréfs Leiðar ehf., til Vegagerðarinnar. - Vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal. 2005-05-0080.
Lagt fram afrit af bréfi Leiðar ehf., Bolungarvík, til Vegagerðarinnar í Reykjavík dagsett 29. ágúst s.l., bréf er varðar vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal í Hólmavíkur- og Reykhólahreppum.
Lagt fram til kynningar.
11. Bréf Pjeturs Stefánssonar. - Félagsheimilið á Flateyri. 2005-09-0001.
Lagt fram bréf Pjeturs Stefánssonar, myndlistamanns, Hamravík 36, Reykjavík, dagsett 1. september s.l., þar sem hann spyrst fyrir um hvort hægt væri að fá Félagsheimilið á Flateyri keypt með það í huga að setja þar upp vinnustofu og íbúð. Jafnframt óskar hann eftir að fá teikningar af Félagsheimilinu á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarritara að kanna eignarstöðu Ísafjarðarbæjar á Félagsheimilinu á Flateyri.
12. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerðir stjórnar sambandsins.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 24. ágúst s.l., ásamt fundargerðum stjórnar sambandsins frá 723., 724., 725. og 726. fundi.
Lagt fram til kynningar.
13. Leikskólastefna Ísafjarðarbæjar. - Samþykkt frá fræðslunefnd 16. ágúst 2005.
Lögð fram leikskólastefna Ísafjarðarbæjar er samþykkt var að hálfu fræðslunefndar á fundi nefndarinnar þann 16. ágúst s.l.
Leikskólastefnu Ísafjarðarbæjar vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:22
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.