Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
443. fundur
Árið 2005, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Sjúkraflug í Ísafjarðarbæ.
Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunarinnar,
Ísafjarðarbæ kom á fund bæjarráðs til að ræða um þær breytingar sem
fyrirhugaðar eru á fyrirkomulagi sjúkraflugs í útboði heilbrigðisráðuneytisins.
Breytingin er fólgin í því að útbúin verður sérstök sjúkraflugvél búin
fullkomnum tækjum, staðsett á Akureyri. Með þeirri breytingu verður sjúkraflugvél
ekki lengur staðsett á Ísafirði.
Mat yfirlæknis er að þessar breytingar séu til bóta með fullkominni sjúkraflugvél
enda verði skilyrði til aðflugs fullkomin á Ísafirði eða Þingeyri. Samhliða
þessu sé nauðsynlegt að efla enn frekar starfsemi sjúkrahússins á Ísafirði
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fellst ekki á fyrirhugaðar breytingar á sjúkraflugi til og frá svæðinu nema eftirfarandi skilyrði verði uppfyllt:
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir á að ekki var haft samráð við bæjaryfirvöld áður en ákvörðun var tekin um útboð á sjúkraflugi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða málið við heilbrigðisráðherra.
2. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 4/8.
Fundargerðin er einn liður.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 28/7.
Fundargerðin er einn liður.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 13/7.
Fundargerðin er einn liður.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 27/7.
Fundargerðin er í níu liðum
1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
4. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
5. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Olíufélagsins
hf. um lóðarleigusamning og leggja tillögu fyrir bæjarráð. Bæjarráð tekur undir
fyrirvara umhverfisnefndar um akstursstefnu um Mánagötu.
Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir.
Bæjartæknifræðingur sat fund bæjarráðs þegar fundargerð umhverfisnefndar var tekin fyrir.
3. Bréf bæjartæknifræðings. - Verðkönnun v/framleiðslueldhúss GÍ.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings
dags. 3. ágúst sl. Í bréfinu er gerð grein fyrir verðkönnun í búnað fyrir
framleiðslueldhús í Grunnskólanum á Ísafirði. Opnun fór fram mánudaginn 25.
júlí sl.
Þrjú tilboð bárust og eru frá eftirtöldum aðilum:
Jóhann Ólafsson kr. 13.347.226,-
A-Karlsson kr. 15.923.215,-
Bak og Ísberg kr. 18.625.986,-
Bæjartæknifræðingur leggur til að gengið verði til samninga við Jóhann Ólafsson
á grundvelli verðkönnunarinnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.
4. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í framleiðslu á mat v/GÍ ofl.
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings
dags. 3. ágúst sl. Í bréfinu er gerð grein fyrir opnun tilboða í verkið:
,,Framleiðsla á mat fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar í miðlægu eldhúsi á
Ísafirði."
Þrjú tilboð bárust, þar af eitt frávikstilboð, og eru frá eftirtöldum aðilum:
Bernharð Hjaltalín kr. 363,394
SKG veitingar kr. 362,692
Sláturfélag Suðurlands, frávikstilboð:
Hádegismatur fyrir nemanda / starfsfólk GÍ kr. 348,0
Hádegismatur fyrir starfsfólk leikskóla kr. 348,0
Hádegismatur fyrir leikskólabörn kr. 329,0
Sláturfélag Suðurlands býður aðeins í stærstu verkliði og því vantar liði eins
og neyðarnesti, morgunverð og síðdegiskaffi fyrir leikskólann Bakkaskjól.
Miðað við niðurstöðu útboðs leggur bæjartæknifræðingur til að samið verði
við SKG veitingar á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjartæknifræðings.
5. Skólagata 6, Suðureyri. - Erindi vegna forkaupsréttar endurupptekið.
Lagt fram að nýju erindi Sturlu Páls Sturlusonar vegna Skólagötu 6 á Suðureyri. Umhverfisnefnd lagði til á fundi sínum 27. júlí sl. að Ísafjarðarbær nýti ekki forkaupsrétt en í lóðarleigusamningi verði ákvæði um uppsögn á samningstímanum.
Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamning til 25 ára sem uppsegjanlegur sé af hálfu leigusala með 24 mánaða fyrirvara.
6. Vestfjarðasund Benedikts S. Lafleur.
Lagt fram ódags. bréf vegna Vestfjarðasunds Benedikts S. Lafleurs með beiðni um stuðning við verkefnið að upphæð 50 100.000 kr.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
7. Bréf bæjarstjóra. - Álit á framkvæmd byggðaáætlunar 2002-2005.
Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra dags. 4. ágúst sl. Í bréfinu leggur bæjarstjóri til að Ísafjarðarbær vísi til álits Fjórðungssambands Vestfirðinga sem fylgir með bréfinu. Einnig að bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggi áherslu á að unnið verði af hálfu ríkisstjórnar að eflingu byggðakjarnans Ísafjarðar og aðgerðum hraðað.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur honum að senda Byggðastofnun álit Ísafjarðarbæjar.
8. Bréf Og Vodafone - Samningur við Ríkiskaup um fjarskiptaþjónustu.
Lagt fram bréf Og Vodafone dags. 26. júlí sl. þar sem fyrirtækið kynnir rammasamning við Ríkiskaup og að sveitarfélögum séu boðin sömu kjör og kveðið er á um í þeim samningi.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf Rúnars Guðmundssonar. - Afreksmannasjóður Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram bréf Rúnars Guðmundssonar dags. 25. júlí sl. þar sem hann segir af sér sem stjórnarmaður í Afreks- og styrktarsjóði Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus Valdimarsson
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.