Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
442. fundur
Árið 2005, mánudaginn 25. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Fundargerð nefndar.
Atvinnumálanefnd 20/7. 55. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Kauptilboð í Aðalgötu 13, Suðureyri. 2005-07-0033.
Lagt fram kauptilboð frá Elíasi Guðmundssyni, Aðalgötu 16,
Suðureyri, dagsett 18. júlí s.l., í fasteignina Aðalgötu 13, Suðureyri, sem er
Félagsheimilið Suðureyri. Í bréfinu kemur fram hugsanlegt kaupverð eignarinnar, sem
og krafa um töluverð niðurrif hluta eignarinnar og frágangur fyrir afhendingu hennar.
Á fundinum lagði bæjarritari fram afrit af samningi eigenda Félagsheimilisins
Suðureyri dagsettan 1. júní 1992, þar sem fram koma eftirfarandi eignahlutföll
eigenda:
Suðureyrarhreppur (Ísafjarðarbær) 55%
Íþróttafélagið Stefnir 15%
Kvenfélagið Ársól 15%
Verkalýðs- og sjómannafélagið Súgandi 15%
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna eigendum ofangreint kauptilboð í Aðalgötu 13, Suðureyri. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að láta gera kostnaðaráætlun varðandi þá liði er tilboðsgjafi fer fram á, að Ísafjarðarbær framkvæmi fyrir afhendingu eignarinnar, komi til sölu hennar.
3. Tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. - Erindi Halldórs G. Pálssonar. 2005-07-0035.
Lagt fram bréf frá forstöðumanni Skóla- og
fjölskylduskrifstofu og bæjarritara, dagsett 19. júlí s.l., þar sem gerð er grein
fyrir fyrri afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á erindi er varðar þátttöku
sveitarfélagsins í kennslukostnaði vegna tónlistanáms á framhaldsstigi utan
lögheimilissveitarfélags og reglum er samþykktar voru fyrir skólaárið 2004-2005.
Á 441. fundi bæjarráðs þann 18. júlí s.l., var lagt fram erindi frá Halldóri G.
Pálssyni, Flateyri, þar sem hann sækir um að Ísafjarðarbær greiði framlag til
Tónlistarskóla FÍH, vegna setu hans í skólanum skólaárið 2005-2006. Erindinu var
vísað til fræðslunefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Þar sem vegna sumarleyfa er erfitt að ná saman nefndarfundum leggja ofangreindir
bréfritarar eftirfarandi til við bæjarráð. ,,Bæjarráð samþykkir að
viðmiðunarreglur er samþykktar voru í bæjarráði þann 9. ágúst 2004, um
þátttöku Ísafjarðarbæjar í kennslukostnaði vegna tónlistanáms á framhaldsstigi
utan lögheimilissveitarfélags, gildi fyrir skólaárið 2005-2006."
Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu, um þátttöku
Ísafjarðarbæjar í kennslukostnaði vegna tónlistanáms á framhaldsstigi utan
lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð áréttar fyrri samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að
framhaldsnám í listgreinum eigi að vera á höndum ríkisins rétt eins og annað
framhaldsnám.
4. Kaupsamningur með afsali vegna sölu Neðri Tungu, Skutulsfirði. 2003-01-0079.
Lagður fram undirritaður kaupsamningur með afsali vegna sölu Ísafjarðarbæjar á Neðri Tungu í Skutulsfirði, til Arnþrúðar H. Aspelund, Ísafirði, Péturs Tryggva Hjálmarssonar, Ísafirði og Ylgur ehf., Ísafirði. Samningurinn er undirritaður af bæjarritara fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Jafnframt er lagður fram áður samþykktur grunnleigusamningur.
Bæjarráð samþykkir framlagðan kaupsamning með afsali.
5. Afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Ólafs Þórs Zoega. 2005-04-0078.
Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Ólafs Þórs Zoega, dagsett 21. júlí s.l., þar sem honum er tilkynnt að rift hafi verði fyrri samþykkt á kauptilboði hans í Hafnarstræti 17, Ísafirði, þar sem ekki hefur verið staðið við forsendur í kauptilboðinu.
Bæjarráð samþykkir að húseignin Hafnarstræti 17, Ísafirði, verði rifin nú þegar og felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að annast framkvæmdina.
6. Kaupsamningur vegna Silfurgötu 5 og 8b, Ísafirði. 2005-07-0014.
Lögð fram drög að kaupsamningi vegna væntanlegra kaupa Ísafjarðarbæjar á húseignum og lóð að Silfurgötu 5 og skúr ásamt lóð að Silfurgötu 8b á Ísafirði. Kaupverð er samtals kr. 18.000.000.-
Bæjarráð samþykkir framlagðann kaupsamning og felur bæjarstjóra að undirrita hann f.h. Ísafjarðarbæjar. Fjármögnun komi af liðnum 09-29 og liðnum 32-59.
7. Bréf Sturlu Páls Sturlusonar. - Skólagata 6, Suðureyri. 2005-07-0038.
Lagt fram bréf frá Sturlu Páli Sturlusyni, Ísafirði, dagsett 18. júlí s.l., þar sem hann óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til forkaupsréttar á húseigninni Skólagötu 6, Suðureyri, bréfinu fylgir afrit af kaupsamningi. Jafnframt er lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, upplýsingar um staðsetningu húseignarinnar með tilliti til skipulags.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
8. Minnisblað forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu og formanns íþrótta- og tómstundanefndar. - Tónleikar í Íþróttahúsinu Torfnesi. 2005-06-0075.
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og
fjölskylduskrifstofu og formanni íþrótta- og tómstundanefndar dagsett 22. júlí
s.l., er varðar umsögn um afnot af Íþróttahúsinu Torfnesi, vegna styrktartónleika
á vegum Gunnars Atla Gunnarssonar, samkvæmt bréfi hans dagsettu 13. júlí s.l. Í
bréfi sínu óskar Gunnar Atli eftir styrk vegna fyrirhugaðra góðgerðartónleika í
Íþróttahúsinu Torfnesi þann 25. ágúst n.k.
Leigugjald af húsinu í einn sólahring er kr. 178.160. - og leggja ofangreindir til að
húsið verði ekki lánað endurgjaldslaust með öllu, heldur lækki leigugjaldið
niður í kr. 60.000.- Gerður verði sérstakur samningur um þessa útleigu hússins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og frostöðumann Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:07
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Kolbrún Sverrisdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.