Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
441. fundur
Árið 2005, mánudaginn 18. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð
Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu
á Ísafirði.
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs eftir að erindi frá Funa verði tekið
inn sem 12. liður á dagskrá. Beiðni formanns var samþykkt.
Þetta var gert:
1. Fundargerðir nefnda.
Barnaverndarnefnd 14/7. 57. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 12/7. 7.
fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 12/7. 213. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi, sat fund bæjarráðs undir þessum lið
dagskrár.
1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
5. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir.
2. Víkingaverkefnið á Þingeyri. - Fulltrúar Félags áhugamanna um víkingaverkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar mæta á fund bæjarráðs. 2003-11-0101.
Til fundar við bæjarráð eru mættir fulltrúar Félags áhugamanna um víkinga-verkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar, þeir Þórhallur Arason og Þórir Örn Guðmundsson. Framangreindir fulltrúar gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins, framkvæmdaáætlun og fjármögnun þess.
Bæjarráð samþykkir styrk til Félags áhugamanna um víkingaverkefnið, að upphæð kr. 520.000.-. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun þessa árs.
3. Drög að leigusamningi við Hestamannafélagið Hendingu v/Búðartúns. 2005-05-0037.
Lögð fram drög að leigusamningi Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Hendingar, Ísafirði, um leigu á Búðartúni í Hnífsdal. Meðfylgjandi er uppdráttur af umræddu svæði, gerður af tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir drög að leigusamningi og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
4. Bréf Halldórs G. Pálssonar. - Framlag vegna náms í Tónlistarskóla FÍH. 2005-07-0035.
Lagt fram bréf frá Halldóri G. Pálssyni, kt. 040781-5799, dagsett 14. júlí s.l., þar sem hann sækir um að Ísafjarðarbær greiði framlag til Tónlistarskóla FÍH, vegna setu hans í skólanum skólaárið 2005-2006.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
5. Bréf Rafns Sverrissonar og Heiðrúnar Björnsdóttur. - Fjarðarstræti 32, Ísafirði. 2005-07-0015.
Lagt fram bréf frá Rafni Sverrissyni og Heiðrúnu
Björnsdóttur, Fjarðarstræti 32, Ísafirði, dagsett 5. júlí 2005, þar sem óskað
er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um kaup bæjarins á hlut ofangreindra aðila
í húseigninni Fjarðarstræti 32, Ísafirði.
Með bréfinu er lagt fram minnisblað bæjartæknifræðings dagsett 8. júlí s.l.,
varðandi eignina og staðsetningu hennar hvað skipulag varðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
6. Minnisblað fjármálastjóra. - Miðfell hf., Ísafirði. 2005-01-0085.
Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 8. júlí s.l., þar sem hann að ósk bæjarráðs gerir grein fyrir skuldbreytingum viðskiptaskulda í hlutafé í Miðfelli hf., Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
7. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Vaxtarsamningur Vestfjarða. - Markaðsátak í ferðaþjónustu. 2005-03-0040.
Lagt fram bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða dagsett 8. júlí s.l., er varðar Vaxtarsamning Vestfjarða og tillögu í honum um Markaðsátak í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Meðfylgjandi er erindi sem AtVest sendi samgönguráðherra 7. júlí s.l., beiðni um aðkomu að framkvæmd og fjármögnun ofangreindrar tillögu í Vaxtarsamningnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir f.h. Ísafjarðarbæjar.
8. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Vaxtarsamningur Vestfjarða. - Efling nýsköpunarstarfs. 2005-03-0040.
Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 8. júlí s.l., varðandi Vaxtarsamning Vestfjarða og tillögu í honum, um eflingu nýsköpunarstarfs á Vestfjörðum. Meðfylgjandi er erindi er AtVest sendi iðnaðarráðuneyti 7. júlí s.l., beiðni um aðkomu að framkvæmd og fjármögnun ofangreindrar tillögu í Vaxtarsamningnum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að koma með tillögu um aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu.
9. Bréf Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. - Styrkbeiðni. 2005-07-0029.
Lagt fram bréf frá Sjálfsbjörgu landssambandi fatlaðra dagsett 8. júlí s.l., vegna Hjálparliðasjóðs Sjálfsbjargar. Í bréfinu er vakin athygli á ferð Kjartans Jakobs Haukssonar á árabáti umhverfis landið, markmið ferðarinnar er að vekja athygli á möguleikum hreyfihamlaðra til ferðalaga. Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til stuðnings málefninu.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.- sem fært verði á liðinn 21-81-995-1.
10. Afrit af bréfi til Ólafs Þórs Zoega. - Hafnarstræti 17, Ísafirði. 2005-04-0078.
Lagt fram afrit af bréfi til Ólafs Þórs Zoega dagsett 13. júlí s.l., vegna Hafnastrætis 17, Ísafirði.
Verði ekki staðið við þann eindaga er fram kemur í bréfinu, varðandi flutning á húsinu, samþykkir bæjarráð að rifta áður samþykktu kauptilboði Ólafs Þórs í húseignina Hafnarstræti 17, Ísafirði.
11. Afrit af bréfi til sjávarútvegsráðuneytis. - Umsókn um byggðakvóta. 2005-06-0041.
Lagt fram afrit af bréfi til sjávarútvegsráðuneytis dagsett 6. júlí s.l., umsókn Ísafjarðarbæjar um hlutdeild í byggðakvóta 2005.
Lagt fram til kynningar.
12. Bréf stöðvarstjóra Funa. - Ófyrirséð viðhald reykhreinsibúnaðar. 2005-07-0036.
Lagt fram bréf Víðis Ólafssonar, stöðvarstjóra Funa, dagsett
15. júlí s.l., varðandi ófyrirséð viðhald reykhreinsibúnaðar við brennsluofn
Funa. Kostnaður við viðhald er um það bil ein milljón króna. Þar sem ekki var gert
ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2005, að til endurnýjunar kæmi svo fljótt, er
óskað eftir aukafjárveitingu til þessa viðhalds.
Bréfinu fylgir tilboð frá fyrirtækinu Filcon A/S í Danmörku, að upphæð danskar
krónur 81.040.-
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar á fjárhagsáætlun þessa árs.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.