Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
440. fundur
Árið 2005, mánudaginn 11. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
1. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Erindi Úlfars ehf., Úlfar Önundarson. 2005-04-0082.
Lagt fram minnisblað bæjartæknifræðings dagsett í júní s.l., þar sem fram kemur mat hans á erindi Úlfars ehf., frá 10. apríl s.l., um hugsanleg kaup eigna og nýbyggingu á Flateyri og þjónustusamning við Ísafjarðarbæ. Til fundar við bæjarráð er mættur Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa fyrirtækisins með tilvísun til umræðna í bæjarráði.
2. Fundargerðir nefnda.
Umhverfisnefnd 6/7. 212. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, sat fund bæjarráðs undir þessum lið
dagskrár.
3. liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjartæknifræðingi að kanna
möguleika á annari skiptingu lóðar, en fram kemur í erindi Ingibjargar
Guðmundsdóttur.
6. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
3. Bréf bæjarritara. - Golfklúbburinn Gláma, Þingeyri. 2003-06-0059.
Lagt fram bréf frá bæjarritara dagsett 7. júlí s.l., vegna styrkbeiðni Golfklúbbsins Glámu á Þingeyri fyrir árið 2005, afgreiðslu íþrótta- og (æskulýðs) tómstundanefndar og afgreiðslu bæjarráðs á beiðninni.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.
4. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Dagskrá 50. Fjórðungsþings. 2005-06-0017.
Lögð fram drög að dagskrá vegna 50. Fjórðungsþings Fjórðungssambands Vestfirðinga, er haldið verður á Patreksfirði dagana 2. og 3. september n.k. Jafnframt er í tölvupósti með dagskránni minnt á, að kjörbréf fulltrúa eiga að berast til skrifstofu Fjórðungssambandsins í síðasta lagi þann 15. júlí n.k.
Bæjarráð samþykkir að allir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar
hafi seturétt á 50. Fjórðungsþingi og beri þar jafnan atkvæðisrétt.
Bæjarráð felur bæjarritara að ganga frá kjörbréfum.
5. Bréf Ágústar og Flosa ehf. - Sölutilboð vegna Árnagötu 3, Ísafirði. 2005-07-0022.
Lagt fram bréf frá Ágústi og Flosa ehf., Ísafirði, dagsett 5. júlí s.l., þar sem fyrirtækið býður Ísafjarðarbæ til kaups húseignina að Árnagötu 3, Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um hugmyndina.
6. Bréf fjármálastjóra. - Endurskoðun sorphirðugjalda. 2005-06-0070.
Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 4. júlí s.l., þar sem hann svarar fyrirspurn bæjarráðs um endurskoðun á sorphirðugjaldi er lagt var á Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði.
Bæjarráð hafnar erindi Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, um endurskoðun á álagningu sorphirðugjalds.
7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Tilnefningar í nefndir. 2005-07-0017.
Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 6. júlí s.l., er varðar tilnefningar í nefnd til að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Á fundi stjórnar sambandsins þann 1. júlí s.l., voru fyrir hönd sambandsins tilnefndir þeir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar, í nefnd sem félagsmálaráðherra skipar. Jafnframt var samþykkt að skipa fimm manna undirnefnd, sem verður fulltrúum sambandsins í endurskoðunarnefndinni til fulltingis og samráðs.
Lagt fram til kynningar.
8. Bréf Tónlistarskóla Ísafjarðar. - Samningur við MÍ, skýrslur ofl. 2005-07-0002.
Lagt fram bréf frá Tónlistarskóla Ísafjarðar dagsett 28. júní s.l., er varðar nýlegan samning við Menntaskólann á Ísafirði, um endurgreiðslur á kennslu- og stjórnunarkostnaði vegna tónlistarnáms framhaldsskólanema, skýrslu um starfsemi Tónlistarskólans skólaárið 2004-2005 og annað.
Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:48
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.