Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
437. fundur
Árið 2005, mánudaginn 20. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:
Áður en gengið var til boðaðrar dagskrár var gengið til kosninga um kjör formanns og varaformanns bæjarráðs, með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um kjör í bæjarráð 2005-2006.
Tillaga kom fram um Guðna G. Jóhannesson, sem formann bæjarráðs og var hún samþykkt samhljóða. Tillaga kom fram um Birnu Lárusdóttur, sem varaformann bæjarráðs og var hún samþykkt samhljóða.
1. Málefni Evróvísis. - Samningur Ísafjarðarbæjar. 2005-02-0018.
Skúli S. Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, er mættur til fundar við bæjarráð vegna samnings um verkefnið Evróvísi, sem Ísafjarðarbær hefur tekið að sér næstu tvö árin. Skúli lagði fram greinargerð með samningi um Evróvísi.
2. Trúnaðarmál.
Til fundar við bæjarráð er mætt Kristjana Sigurðardóttir,
formaður félagsmálanefndar, til að ræða trúnaðarmál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu. Erindið fært í
trúnaðarmálabók bæjarráðs.
3. Fundargerðir nefnda.
Fræðslunefnd 14/6. 221. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn 15/6. 104. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar.
2. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd 16/6. 47. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
5. liður. Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun frá tæknideild vegna kostnaðar
Ísafjarðarbæjar við gerð púttvallar fyrir eldri borgara.
7. liður. Bæjarráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu íþrótta- og
tómstundanefndar um að Jón Björnsson verði ráðinn í starf íþrótta- og
tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjóra falið að ganga frá
ráðningarsamningi.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
4. Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. - Íþróttir eldri borgara. 2005-06-0048.
Lagt fram bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands dagsett 10. júní s.l., er varðar íþróttir- og heilsurækt eldri borgara. Bréfið er sent til bæjar- og sveitarfélaga og óskað upplýsinga um þá aðila er sinna málefnum eldri borgara hvað þetta varðar.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.
5. Bréf Skipulagsstofnunar. - Snjóflóðavarnir í Holtahverfi. 2004-02-0154.
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 10. júní s.l., er varðar snjóflóðavarnir í Holtahverfi á Ísafirði og ákvörðun um tillögu að matsáætlun. Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem koma fram í bréfum Ísafjarðarbæjar 19. maí, 23. maí og 8. júní 2005 og að auki með athugasemdum Skipulagsstofnunar sem ræddar eru í bréfinu.
Bæjarráð vísar bréfi Skipulagsstofnunar til tæknideildar til að vinna úr þeim atriðum er fram koma í bréfi stofnunarinnar.
6. Bréf verkefnisstjóra á tæknideild. - Frávikstilboð Spýtunnar í utanhússklæðningu við Grunnskólann á Suðureyri. 2005-06-0037.
Lagt fram bréf Ragnars Ragnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 15. júní s.l., varðandi frávikstilboð Spýtunnar ehf., í utanhússframkvæmdir við Grunnskólann á Suðureyri. Tilboð í verkið voru lögð fram á 436. fundi bæjarráðs þann 14. júní s.l. og lagði verkefnisstjóri þá til að gengið yrði til samninga við Spýtuna ehf., á grundvelli frávikstilboðs fyrirtækisins er hlóðar upp á kr. 8.893.750.-
Bæjarráð samþykkir frávikstilboð Spýtunnar ehf., að upphæð kr. 8.893.750.- í utanhússklæðningu við Grunnskólann á Suðureyri.
7. Bréf Leiðar. - Vegur um Arnkötludal og Gautsdal. 2005-05-0080.
Lagt fram tölvubréf frá Jónasi Guðmundssyni dagsett 16. júní s.l., ásamt bréfi Leiðar ehf., vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal, sent sveitarstjórum og oddvitum sveitarstjórna við Ísafjarðardjúp og í Hólmavíkurhreppi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
8. Greinargerð Veðurstofu Íslands, snjóflóðahrina á Vestfjörðum í janúar 2005. 2005-06-0050.
Lögð fram greinargerð frá Veðurstofu Íslands vegna
snjóflóðahrinu á Vestfjörðum 1.-6. janúar 2005.
Lagt fram til kynningar.
9. Bréf Byggðastofnunar - Heildarmat á byggðaáætlun 2002-2005. 2005-06-0053.
Lagt fram bréf frá Byggðastofnun dagsett 15. júní s.l., þar sem
fram kemur að iðnaðarráðuneytið hafi falið Byggðastofnun að leggja heildarmat á
hvenig til hafi tekist við framkvæmd gildandi byggðaáætlunar fyrir árin 2002-2005.
Byggðastofnun óskar því eftir áliti sveitarfélaga landsins á hvernig tekist hafi
til með framkvæmd áætlunarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að svari til Byggðastofnunar og leggja fyrir bæjarráð.
10. Norræn lýðheilsuráðstefna í október 2005. 2005-06-0057
Lagt fram bréf frá Lýðheilsustöð og landlæknisembættinu dagsett 10. júní s.l., varðandi kynningu á 8. norrænu lýðheilsuráðstefnunni sem fram fer í Reykjavík dagana 9.-11. október 2005, á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Erindinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30
Þorleifur Pálsson, ritari.
Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.
Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.