Barnaverndarnefnd

63. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 7. desember kl. 16:30 hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Guðni Geir Jóhannesson, Védís Geirsdóttir og Þóra Hansdóttir. Helga Sigurjónsdóttir boðaði ekki forföll né varamaður. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Anna V. Einarsdóttir og Erna Stefánsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari: Anna Valgerður Einarsdóttir.

1. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

2. Ársskýrsla barnaverndarnefndar/Barnaverndarstofu. 2003-05-0057.

Lögð fram skýrsla með samtölum ársins 2004 fyrir Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum. Skýrslan hefur verið send Barnaverndarstofu og munu upplýsingar úr henni fara í ársskýrslu Barnaverndarstofu.
Lagt fram til kynningar.

3. Sískráning fyrir nóvember 2005. 2005-02-0022.

Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í nóvember 2005. Í mánuðinum komu 23 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

4. Handbók barnaverndarmála. 2004-02-0033.

Afhendingu handbókar frestað fram yfir jól.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:35.

 

Laufey Jónsdóttir, formaður.

Guðni Geir Jóhannesson. Þóra Hansdóttir.

Védís Geirsdóttir. Erna Stefánsdóttir.

Anna V. Einarsdóttir.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir,

forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.