Barnaverndarnefnd
62. fundur
Árið 2005, fimmtudaginn 17. nóvember hélt barnaverndarnefnd á
norðanverðum Vestfjörðum fund í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í
Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Helga Sigurjónsdóttir
og Kristrún Hermannsdóttir. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir
og Erna Stefánsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Védís Geirsdóttir boðaði forföll vegna breytinga á fundartíma eftir fundarboðun.
Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
1. Handbók barnaverndarmála. 2004-02-0033.
Farið yfir athugasemdir við drög að handbók, sem afhent var nefndarfulltrúum á síðasta fundi. Rætt um útgáfu og kynningu á handbókinni er henni verður lokið í desember n.k.
Barnaverndarnefnd felur Ingibjörgu Maríu að gera breytingar á handbókinni í samræmi við athugasemdir og umræður á fundinum.
2. Starfsdagður í Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum. 2005-11-0057
Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu, dags. 11. nóvember s.l., þar sem boðað er til starfsdags með félagsmálastjórum þann 2. desember n.k. Markmiðið er að fjalla um málaflokkinn og þau verkefni sem staðið er frammi fyrir og ræða samstarf barnaverndarnefnda og stofunnar og kynnt verða þau verkefni sem unnið verður að í nánustu framtíð.
Barnaverndarnefnd samþykkir að yfirmaður mæti.
3. Önnur mál
a. Gögn og kynning á Reykhólum.
Lagt fram bréf dags. 17. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir gögnum frá Barnaverndarnefnd Reykhóla. Anna V. Einarsdóttir er þar í dag að kynna störf nefndarinnar, ræða við fyrrum formann og taka á móti gögnum barnaverndarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
b. Næsti fundur.
Samþykkt að næsti fundur barnaverdnarnefndar verði 7. desember n.k. kl. 16:30 á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.11:00
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Björn Jóhannesson. Helga Sigurjónsdóttir.
Kristrún Hermannsdóttir. Erna Stefánsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.