Barnaverndarnefnd

56. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 14. júní kl. 9.30, hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Helga Sigurjónsdóttir, Björn Jóhannesson, Kristrún Hermannsdóttir og Sigríður Bragadóttir. Auk þess sat fundinn Margrét Geirsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Skúli S. Ólafsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir sátu fundinn undir lið 2 og 3. Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.

  1. Trúnaðarmál
  2. Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

  3. Umboð barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum til starfsmanna, ásamt verklagsreglum.
  4. Ingibjörg María Guðmundsdóttir mætti til fundar við nefndina til þess að ræða umboð nefndarinnar til starfsmanna ásamt verklagsreglum.

  5. Önnur mál.
    1. Rætt um styrkbeiðni barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum til Barnaverndarstofu vegna útgáfu á handbók barnaverndarnefndar, en félagsmálaráðuneytið hafnaði styrkbeiðninni í apríl s.l. og benti á Barnaverndarstofu.
    2. Ingibjörg M. Guðmundsdóttir kynnti nefndinni ráðstefnu, The european socialservices conference, sem hún mun sækja í Edinborg og fyrirlestra sem hún mun sækja á ráðstefnunni.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:35

 

Laufey Jónsdóttir, formaður.

Sigríður Bragadóttir. Kristrún Hermannsdóttir.

Helga Sigurjónsdóttir. Björn Jóhannesson.

Margrét Geirsdóttir Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

Skúli S. Ólafsson