Atvinnumálanefnd
57. fundur
Árið 2005, fimmtudaginn 1. september kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd
Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson,
Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari. Kristján G. Jóhannsson boðaði
forföll og mætti Bjarki Bjarnason varamaður í hans stað.
Þetta var gert:
Netheimar hafa að beiðni nefndarinnar lokið við gerð atvinnumálakönnunar meðal atvinnurekenda í Ísafjarðarbæ. Könnunin er ekki tæmandi en hún er góð vísbending um hvernig þróunin hefur verið og hvernig ætla má að framhaldið verði á næstu misserum. Það er athyglisvert í könnuninni að stöðugildum fjölgar í svarendahópnum úr 1247 árið 2003 í 1301 árið 2004 þrátt fyrir erfiðar aðstæður í sjávarútvegi. Það virðist vera fullur hugur í atvinnurekendum þegar horft er til vöruþróunar, nýsköpunar og afkomuhorfa fyrirtækja. Nefndin telur þó atvinnurekendur og bæjaryfirvöld þurfa að leggja sérstaka áherslu á markaðssetningu fyrirtækja og samgöngumál, en þar virðist talsverður vandi liggja.
Atvinnumálanefnd telur könnunina gagnlega til frekari úrvinnslu og er stefnt að
því að gera aðra könnun á þarnæsta ári til samanburðar.
Atvinnumálakönnunin mun fljótlega liggja frammi á vef Ísafjarðarbæjar.
2. Beiðni um styrk frá handverkshópnum Á milli fjalla. (2005 05 0022)
Erindi frá Ólöfu B. Oddsdóttir dags. 5. maí 2005 sem því miður hefur ekki tekist að afgreiða fyrr. Bæjarráð vísaði erindinu til Atvinnumálanefndar á fundi sínum þann 9. maí sl.
Atvinnumálanefnd getur ekki mælt með styrkveitingu að þessu sinni.
Bjarki Bjarnason vék af fundi kl. 18:00
3. BIRRA verkefnið.
Ísafjarðarbær er þátttakandi í Evrópuverkefninu BIRRA (Broadband in Rural and Remote Areas) og er verkefnavinnan að fara á fullt. Meginmarkmið verkefnisins er að hanna greiningartól til þess að skoða stöðu sveitarfélaga varðandi fjarskipta- og upplýsingatækni. Aðferðin felur m.a. í sér að setja upp spurningablöð fyrir hina ýmsu hópa eins og fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga um ýmsa þætti upplýsingatækninnar til að greina hvar skóinn kreppir. Hér verður horft til sem flestra þátta atvinnulífsins og samfélagsins eins og menntakerfis, heilbrigðismála, stjórnsýslu, viðskipta ofl.
Óskaði nefndin eftir fundi með verkefnisstjóra á næstunni.
4. Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2005.
Ferðamálaráð hefur veitt umhverfisverðlaun s.l. 10 ár. Tilgangur
verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í
ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er
það trú Ferðamálaráðs að verðlaunin geti orðið hvatning til
ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra um að huga betur að umhverfinu og
styrkja þannig framtíð greinarinnar.
Óskað er eftir tveimur tilnefningum frá Ísafjarðarbæ.
Ferðamálafulltrúa falið að svara Ferðamálaráði.
5. Norðurljósaskoðun.
Rúnar Óli kynnti framgöngu verkefnisins, en búið er að boða til fundar þann 6. september n.k., um málið á Hótel Ísafirði. Þar mun staða verkefnisins verða kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og öðrum áhugasömum.
6. Önnur mál.
Atvinnumálanefnd óskaði eftir greinargerð vegna útgáfu götukorts á síðasta fundi og lagði ferðamálafulltrúi fram greinargerð á fundinum. Nefndin hefur ákveðið að endurútgefa kortið fyrir næsta sumar og innkalla þá núverandi upplag.
Björn Davíðsson lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til við bæjarráð að efnt verði til aukins samstarfs meðal
ferðaþjóna um kynningu á ferðaþjónustu í Ísafjarðarbæ. Verði þetta m.a. gert
í því formi að atvinnumálanefnd auglýsi snemma á næsta ári eftir umsóknum frá
aðilum í ferðaþjónustu, um mótframlög frá Ísafjarðarbæ vegna markaðssetningar.
Verði m.a. haft að viðmiði að þessi sérstaki stuðningur verði fyrst og fremst
vegna útgáfu á sameiginlegu kynningarefni margra aðila. Með þessu telur nefndin að
fáist fram stærri og vandaðri mynd af ferðaþjónustu á svæðinu og að smærri
aðilar eigi auðveldara meða að koma sér á framfæri. Lagt er til að við gerð
fjárhagsáætlunar fyrir 2006 verði ætlaðar a.m.k kr. 1.000.000.- til þessa
verkefnis.
Ákveðið var að fresta afgreiðslu tillögunnar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:40
Elías Guðmundsson, formaður. Bjarki Bjarnason.
Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson.
Rúnar Óli Karlsson. Gísli Halldór Halldórsson.