Atvinnumálanefnd

55. fundur

Árið 2005, miðvikudaginn 1.júní kl. 13:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Kristján G Jóhannsson, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert: 

1. Atvinnumálakönnun.

    Lárus Valdimarsson frá Netheimum mættur til fundar við nefndina til að kynna drög atvinnumálakönnunar sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði.

2. Frumkvöðull ársins 2004.

Ákveðið að veita Sveinbirni Jónssyni „Virðisaukann" viðurkenningu atvinnumálanefndar fyrir árangur í þróun nýrar tækni til framleiðslu beitu. Nefndin afhenti verðlaunin í húsnæði Aðlöðunar, fyrirtækis Sveinbjarnar og var Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fenginn til að afhenda verðlaunin. Atvinnumálanefnd ákvað á fundi sínum þann 10. mars síðastliðinn að veita Sveinbirni Jónssyni verðaunin frumkvöðull ársins 2004 í Ísafjarðarbæ. Verðlaunin eru nú veitt í þriðja sinn en Hraðfrystihúsið Gunnvör og 3X-stál hafa áður fengið verðlaunin.

Sveinbjörn Jónsson hefur undanfarin misseri unnið að þróun tækni til að framleiða beitu og er svo komið að verksmiðja er tilbúin á Ísafirði sem hefur verið að framleiða beitu í nokkrun tíma. Verkefnið er ennþá í þróun og eru sannarlega möguleikar í þessari tækni og mætti örugglega nýta hana á öðrum sviðum matvælaframleiðslu. Atvinnumálanefnd óskar Sveinbirni velfarnaðar í framtíðinni og vonar að verksmiðjan eigi eftir að vaxa og dafna á Ísafirði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 14:30

 

Elías Guðmundsson, formaður Kristján G Jóhannsson

Björn Davíðsson Magnús Reynir Guðmundsson

Rúnar Óli Karlsson Gísli H Halldórsson