Þróunar- og starfsmenntunarsjóður
Ísafjarðarbæjar
15. fundur.
Þann 10. október 2005 kl. 8:30 kom stjórn Þróunar- og
starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra í
Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Til fundar eru mættir: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og
fjölskylduskrifstofu, Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, Þorleifur Pálsson,
bæjarritari og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.
Þetta var gert:
1. Umsóknir um styrki úr Þróunar- og starfsmenntunarsjóði Ísafjarðarbæjar skólaárið 2005-2006.
Borist hafa alls sjö umsóknir um styrki úr Þróunar- og starfsmenntunarsjóði fyrir skólaárið 2005-2006. Flestar umsóknir eru vegna náms við Kennaraháskólann.
Afgreiðslu frestað að sinni þar sem von er á fleiri umsóknum á næstunni.
2. Námskeið á vegum Sálfræðistofunnar Líf og Sál.
Fyrir liggur tilboð frá Sálfræðistofunni Líf og Sál í Reykjavík, um að halda sambærilegt námskeið, fyrir alla starfsmenn Ísafjarðarbæjar, eins og það er haldið var dagana 14. - 16. september s.l., fyrir stjórnendur, námskeið um samskipti, þjónustu og starfsanda.
Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að halda slíkt
námskeið fyrir starfsmenn grunnskóla og tónlistarskóla og verður fyrsti hluti þess
haldinn föstudaginn 14. október n.k.
Önnur námskeið og tímasetningar eru í athugun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:00.
Þorleifur Pálsson, bæjarritari.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.