Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði

10. fundur

Árið 2005, þriðjudaginn 30. ágúst kl. 15:30 kom byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði saman til fundar í sal Stjórnsýsluhússins, 4. hæð á Ísafirði. Mættir eru Kristján Kristjánsson, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, Einar Ólafsson, arkitekt, Ronny Erler og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Lóðarmál.

Farið yfir lóðarmál skólans, Einari Ólafssyni falið að ganga frá lóðarmálum í samræmi við umræður á fundinum.

Nefndin óskar eftir heimild bæjarráðs til að semja við Teiknistofuna Eik til að sjá um hönnun lóðar við Grunnskólann á Ísafirði.

2. Byggingarnefndarteikningar.

Einar Ólafsson lagi fram byggingarnefndarteikningar af 2. áfanga Grunnskólans á Ísafirði og fór yfir stöðu mála.

Nefndin tók þá ákvörðun að ekki yrði sett upp loftræsikerfi, þess í stað verði opnanleg fög notuð til að loftræsa húsnæðið. Gera skal ráð fyrir vélrænu útsogi frá eldhúsi, smíðastofu og gluggalausum geymslum.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:55

 

Kristján Kristjánsson. Jóna Benediktsdóttir.

Svanlaug Guðnadóttir. Skarphéðinn Jónsson.

Einar Ólafsson. Ronny Erler.

Jóhann Birkir Helgason.